Haraldur Sigurðsson (vélvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Sigurðsson.

Haraldur Sigurðsson frá Ey í V.-Landeyjum, vélstjóri, vélvirki fæddist þar 23. nóvember 1910 og lést 10. febrúar 2004 að Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Sigurður Snjólfsson frá Bjólu í Holtum, bóndi, f. 18. nóvember 1878, d. 9. apríl 1925, og kona hans Þórhildur Einarsdóttir frá Stóru-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, húsfreyja, síðar ekkja í Steinum við Urðaveg 8, f. 19. mars 1877, d. 31. desember 1954.

Börn Þórhildar og Sigurðar í Eyjum:
1. Haraldur Sigurðsson vélvirki, f. 23. nóvember 1910, d. 10. febrúar 2004. Kona hans Kristín Helgadóttir.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 18. september 1913, d. 27. janúar 1969. Maður hennar Ólafur Jónsson skipasmiður.
3. Guðrún Sigurðardóttir sjúkraliði, síðast í Reykjavík, f. 5. júlí 1916, d. 11. desember 2004. Maður hennar Karl Filippusson bifreiðastjóri.

Haraldur var með foreldrum sínum, en faðir hans lést 1925. Hann var með móður sinni og flutti með henni og Guðrúnu systur sinni til Eyja 1926, bjuggu í Steinum.
Haraldur lærði vélstjórn og síðar vélvirkjun.
Hann var sjómaður, vann síðan lengst í Magna og á Skipalyftunni.
Haraldur var einn af stofnendum Sveinafélags járniðnaðarmanna í Eyjum.
Þau Kristín giftu sig 1940, eignuðust ekki börn saman, en fóstruðu barn. Þau bjuggu á Rauðafelli við Vestmannabraut 58 1940, síðar á Haukfelli við Hvítingaveg 2.

I. Kona Haraldar, (19. október 1940), var Kristín Helgadóttir frá Sólvangi, húsfreyja, saumakona, f. 6. nóvember 1918 á Vatni í haukadal, Dal., d. 10. júní 2005 í Hraunbúðum.
Fósturbarn þeirra var
1. Helgi Kristinsson sjómaður, stýrimaður á Þráni NK, f. 12. nóvember 1945, fórst 5. nóvember 1968. Barnsmóðir hans Valgerd Bagley Eiríksson


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.