Guðrún Sigurðardóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigurðardóttir frá Steinum, sjúkraliði fæddist 5. júlí 1916 í Ey í V.-Landeyjum og lést 11. desember 2004.
Foreldrar hennar voru Sigurður Snjólfsson bóndi, f. 18. nóvember 1878, d. 9. apríl 1925, og kona hans Þórhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1877 í Stóru-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, d. 31. desember 1954.

Börn Þórhildar og Sigurðar í Eyjum:
1. Haraldur Sigurðsson vélvirki, f. 23. nóvember 1910, d. 10. febrúar 2004. Kona hans Kristín Helgadóttir.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 18. september 1913, d. 27. janúar 1969. Maður hennar Ólafur Jónsson skipasmiður.
3. Guðrún Sigurðardóttir sjúkraliði, síðast í Reykjavík, f. 5. júlí 1916, d. 11. desember 2004. Maður hennar Karl Filippusson bifreiðastjóri.

Guðrún var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést 1925. Hún flutti til Eyja með móður sinni 1926 og bjó með Haraldi og henni í Steinum við Urðaveg 8 1930, á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b 1934.
Hún varð sjúkraliði á Kleppsspítala 1966.
Hún flutti til Reykjavíkur, vann á Kleppsspítala.
Þau Karl giftu sig, eignuðust tvö börn.
Karl lést 1962 og Guðrún 2004.

I. Maður Guðrúnar var Karl Filippusson bifreiðastjóri, f. 21. nóvember 1908 í Reykjavík, d. 24. mars 1962. Foreldrar hans voru Filippus Ámundason frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., járnsmiður, vélsmiður, f. 2. ágúst 1877, d. 31. janúar 1975, og Ingveldur Jóhannsdóttir frá Götu í Landsveit, húsfreyja, f. 8. september 1873, d. 10. janúar 1959.
Börn þeirra:
1. Þórhildur Helga Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 17. desember 1942. Maður hennar Magnús Sigurðsson málarameistari, látinn.
2. Örn Óskar Karlsson vélstjóri, f. 26. júlí 1945. Kona hans Rósa Hilmarsdóttir leikskólakennari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.