Halldóra Hjörleifsdóttir (Litlalandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Halldóra Hjörleifsdóttir húsfreyja á Litlalandi fæddist 20. mars 1879 í Ystabæli u. Eyjafjöllum og lést 3. júlí 1953.
Foreldrar hennar voru Hjörleifur Nikulásson bóndi í Ystabæli, f. 18. júní 1849, d. 14. desember 1935, og kona hans Kristín Oddsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1846, d. 30. maí 1907 í Eyjum.

Halldóra var með foreldrum sínum í Ystabæli við fæðingu, var tökubarn með vinnumanninum föður sínum í Ytri-Skógum 1890, var 22 ára hjú með vinnufólkinu foreldrum sínum á Fit u. V-Eyjafjöllum 1901.
Hún eignaðist Margréti með Sigurjóni Árnasyni 1902 og Árna með honum 1903.
Halldóra fluttist til Eyja með Margréti dóttur sína 1904, giftist Sigurði 1905.
Þau bjuggu á Oddsstöðum til 1907. Þar fæddist Karl Kjartan 1905. Þau fluttu þá að Hraungerði, sem þau eignuðust.
Þau bjuggu í Hraungerði 1911, ásamt Brynjólfi Brynjólfssyni og konu hans Guðbjörgu Magnúsdóttur, en þau byggðu Litlaland saman og bjuggu þar frá 1912. Eitt barn fæddist þeim í Hraungerði og þrjú á Litlalandi, en síðasta barn þeirra fæddist andvana.
Sigurður lést 1931. Halldóra fluttist til Reykjavíkur með yngstu börnin 1932. Hún lést 1953.

I. Barnsfaðir Halldóru var Sigurjón Árnason, þá vinnumaður á Fit, síðar bóndi í Miðmörk u. V-Eyjafjöllum, f. 31. ágúst 1877, d. 22. mars 1941. Móðir hans var Margrét systir Gísla Engilbertssonar verslunarstjóra.
Börn þeirra:
1. Margrét Sigurðardóttir, (Sigurjónsdóttir), f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2006.
2. Árni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, olíuafgreiðslumaður í Skála, f. 25. nóvember 1903 á Fit, d. 15. júlí 1971.

II. Maður Halldóru, (27. maí 1905), var Sigurður Hróbjartsson sjómaður, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 8. september 1883 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum , d. 10. febrúar 1931.
Börn þeirra:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast í Hafnarfirði, f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2006. Hún var ættleidd af Sigurði, en var dóttir Halldóru konu hans og Sigurjóns Árnasonar. (sjá ofar).
2. Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 5. maí 1959.
3. Kristín Dagbjört Sigurðardóttir, f. 8. janúar 1910 í Hraungerði, síðast að Baldursgötu 10 í Reykjavík, d. 2. júlí 1943.
4. Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. mars 1916 á Litlalandi, síðast í Reykjavík, d. 5. febrúar 1992.
5. Bernódía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 á Litlalandi, d. 1. desember 1991.
6. Andvana stúlka, f. 29. mars 1922 á Litlalandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.