Kristín Oddsdóttir (Ystabæli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Oddsdóttir frá Sauðhúsnesi í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja, vinnukona fæddist þar 24. febrúar 1846 og lést 30. maí 1907 í Garðfjósi í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Oddur Árnason bóndi í Háholti í Rangárvallasýslu, f. 14. september 1820, d. 30. nóvember 1888, og Auðbjörg Einarsdóttir, síðar húsfreyja í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, f. 23. maí 1819 í Pétursey þar, d. 9. nóvember 1884.

Kristín var með móður sinni í Sauðhúsnesi til 1849, í Sólheimahjáleigu 1849-1850, hjá henni og stjúpa sínum þar 1850-1857, fór þá að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, var léttastúlka í Sólheimahjáleigu 1860, var vinnukona í Vatnsdal í Fljótshlíð 1870, húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum 1880, vinnukona í Drangshlíð þar 1890 og til 1893, á Fit u. V.-Eyjafjöllum 1901.
Þau Hjörleifur giftu sig 1875, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Ystabæli.
Kristín fór til Eyja 1904, var vinnukona í Garðsfjósi 1907.

I. Maður Kristínar, (1875), var Hjörleifur Nikulásson bóndi, f. 18. júní 1849, d. 14. desember 1935. Foreldrar hans voru Nikulás Nikulásson bóndi í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, f. 27. júlí 1817, d. 28. janúar 1879, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1814, d. 7. október 1867.
Börn þeirra:
1. Auðun Hjörleifsson, f. 1877, d. 8. ágúst 1896.
2. Halldóra Hjörleifsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 20. mars 1879, d. 3. júlí 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.