Árni Sigurjónsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Árni Sigurjónsson.

Árni Sigurjónsson frá Skála (Litla-Hlaðbæ), sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, olíuafgreiðslumaður fæddist 25. nóv. 1903 á Fit u. Eyjafjöllum og lést 16. júlí 1971 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Sigurjón Árnason, þá vinnumaður á Fit, síðar bóndi í Miðmörk u. V.-Eyjafjöllum, f. 31. ágúst 1877, d. 22. mars 1941, og barnsmóðir hans Halldóra Hjörleifsdóttir, þá vinnukona á Fit, en síðar húsfreyja á Litlalandi við Kirkjuveg 59, f. 20. mars 1879 í Ystabæli u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1953.
Fósturforeldrar Árna voru bændurnir á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, þau Björn Þorgilsson bóndi, f. 18. apríl 1870 í Ytri-Njarðvík, Gull, d. 10. nóvember 1921, og kona hans Helga Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1869 í Neðridal u. V.-Eyjafjöllum, d. 20. janúar 1943

Börn Halldóru og Sigurjóns:
1. Margrét Sigurðardóttir, kjörbarn Sigurðar Hróbjartssonar á Litlalandi.
2. Árni Sigurjónsson vélstjóri, útgerðarmaður í Skála, f. 25. nóvember 1903 á Fit, d. 15. júlí 1971.

Börn Halldóru og Sigurðar Hróbjartssonar:
1. Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 5. maí 1959.
2. Kristín Dagbjört Sigurðardóttir, f. 8. janúar 1910 í Hraungerði, síðast að Baldursgötu 10 í Reykjavík, d. 2. júlí 1943.
3. Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, trúboði, f. 30. mars 1916 á Litlalandi, síðast í Reykjavík, d. 5. febrúar 1992.
4. Bernódía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 á Litlalandi, d. 1. desember 1991.
5. Andvana stúlka, f. 29. mars 1922 á Litlalandi.

Árni var fósturbarn á Lambhúshóli frá þriggja mánaða aldri, var vinnumaður þar 1920.
Hann fór til Eyja 1924, flutti lögheimili sitt 1930 og bjó á Víðisvegi 7 á því ári.
Árni lauk vélstjórnarprófi í Eyjum haustið 1927 og hinu minna fiskimannaprófi þar 1930.
Hann var sjómaður á Gullfossi VE 1925, á Pipp VE 1926.
Árni var skipstjóri á Svani VE 1933, síðan á Enok I. VE, hætti formennsku 1935.
Hann var stýrimaður eða vélstjóri næstu áratugina, en varð afgreiðslumaður hjá Olíusamlaginu 1955 og starfaði þar meðan heilsa leyfði.
Þau Sigríður giftu sig 1946, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Hlaðbæ, endurbyggðu Skála (Litla-Hlaðbæ) við Austurveg 30 og bjuggu þar frá 1953.
Árni lést 1971 og Sigríður 1989.

I. Kona Árna, (7. janúar 1946), var Sigríður Auðunsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 30. júní 1912 að Efra-Hóli u. Eyjafjöllum, d. 21. mars 1989.
Barn þeirra:
1. Halldór Bjarni Árnason, rafvirkjameistari, flugstjóri, f. 12. janúar 1945 í Hlaðbæ. Kona hans Oddný Ögmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.