Guðbjörg Magnúsdóttir (Litlalandi)
Guðbjörg Magnúsdóttir frá Hrauk í V.-Landeyjum, húsfreyja fæddist 27. september 1881 og lést 29. mars 1948.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson bóndi, f. 29. desember 1852, d. 3. maí 1892, og sambúðarkona hans Bjarghildur Guðnadóttir bústýra, húsfreyja, f. 7. maí 1855, d. 17. nóvember 1941.
Guðbjörg var með foreldrum sínum á Hrauki 1890, en faðir hennar lést, er hún var á ellefta árinu.
Hún var hjú í Forsæti í Sigluvíkursókn í V.-Landeyjum 1901, í Hallgeirsey við giftingu 1908.
Þau Brynjólfur giftu sig 1908, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hraungerði við Landagötu 9 1910, síðar á Litlalandi við Kirkjuveg 59, en það hús byggðu þau ásamt Sigurði Hróbjartssyni.
I. Maður Guðbjargar, (13. nóvember 1908), var Brynjólfur Brynjólfsson frá Strönd í V.-Landeyjum, sjómaður, verkamaður, beykir, sjúkrahússráðsmaður, f. 16. september 1879, d. 23. júní 1964.
Börn þeirra:
1. María Lilja Brynjólfsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 27. desember 1911, d. 30. ágúst 1969.
2. Magnea Laufey Brynjólfsdóttir, f. 13. apríl 1915, d. 23. júní 1964.
3. Guðjón Jóhann Brynjólfsson, f. 18. október 1919, d. 5. febrúar 1937.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.