Guðmunda Sigurðardóttir (Litlalandi)
Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir frá Litlalandi, húsfreyja, trúboði fæddist þar 30. mars 1916 og lést 5. febrúar 1992.
Foreldrar hennar voru Sigurður Hróbjartsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 8. september 1883 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1931, og kona hans Halldóra Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1879 á Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1953.
Börn Halldóru og Sigurðar:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast í Hafnarfirði, f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2006. Hún var ættleidd af Sigurði, en var dóttir Halldóru konu hans og Sigurjóns Árnasonar vinnumanns á Fit u. Eyjafjöllum.
2. Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 5. maí 1959.
3. Kristín Dagbjört Sigurðardóttir, f. 8. janúar 1910 í Hraungerði, síðast að Baldursgötu 10 í Reykjavík, d. 2. júlí 1943.
4. Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, trúboði, f. 30. mars 1916 á Litlalandi, síðast í Reykjavík, d. 5. febrúar 1992.
5. Bernódía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 á Litlalandi, d. 1. desember 1991.
6. Andvana stúlka, f. 29. mars 1922 á Litlalandi.
Börn Halldóru frá fyrra sambandi og hálfsystkini Guðmundu voru:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2000. (Sjá ofar).
2. Árni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, olíuafgreiðslumaður í Skála, f. 25. nóvember 1903 á Fit, d. 15. júlí 1971.
Föðursystur Guðmundu í Eyjum voru:
1. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja í Bergholti, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
2. Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.
Guðmunda missti föður sinn, er hún var 14 ára.
Hún fór þá í fóstur til Margrétar systur sinnar í Reykjavík.
Guðmunda átti gildan þátt í starfi Hvítasunnusafnaðarins og vann mikið að mannúðarmálum, einkum fyrir útigangsfólk.
Þau Ólafur giftu sig 1938, bjuggu á Njálsgötu 17, sem var æskuheimili Ólafs, eignuðust átta börn.
Guðmunda lést 1992 og Ólafur 1993.
I. Maður Guðmundu, (5. mars 1938), var Ólafur Björn Þorsteinsson verslunarmaður, f. 5. febrúar 1915 í Reykjavík, d. 25. október 1993 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigmundsson sjómaður í Reykjavík, f. 23. janúar 1880 á Kotströnd í Ölfusi, d. 6. september 1954, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1892 á Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 26. október 1955.
Börn Guðmundu og Ólafs:
1. Svanlaug María Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 24. febrúar 1938. Maður hennar er Sigurður Ásgeirsson.
2. Sigurður Halldór Ólafsson bifreiðastjóri, f. 6. febrúar 1939, d. 16. mars 2007. Kona hans var Kristín Þorvarðardóttir.
3. Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1941. Maður hennar var Vilhjálmur Hendriksson.
4. Kristín Dagbjört Ólafsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1945. Maður hennar er Sigurður Guðjónsson.
5. Ester Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1951. Maður hennar er Karl J. Steingrímsson.
6. Anna Ólafsdóttir húsfreyja, athafnakona, f. 17. desember 1953. Maður hennar er Arnar H. Gestsson.
7. Unnur Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 24. júní 1956. Maður hennar er Sigmundur G. Einarsson.
8. Hanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1959. Maður hennar var Matthías Ægisson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Anna Ólafsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.