Margrét Sigurðardóttir (Litlalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Sigurðardóttir.

Margrét Sigurðardóttir frá Litlalandi, húsfreyja fæddist 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum og lést 13. apríl 2006.
Kynforeldrar hennar voru Halldóra Hjörleifsdóttir, síðar húsfreyja á Litlalandi, f. 20. mars 1879 á Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1953, og Sigurjón Árnason vinnumaður á Fit, síðar bóndi í Miðmörk, f. 31. ágúst 1877, d. 22. mars 1941.
Kjörfaðir Margrétar var Sigurður Hróbjartsson útgerðarmaður, maður Halldóru Hjörleifsdóttur; hann var f. 8. september 1883 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1931.

Börn Halldóru og Sigurðar:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast í Hafnarfirði, f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2006. Hún var ættleidd af Sigurði, en var dóttir Halldóru konu hans og Sigurjóns Árnasonar vinnumanns á Fit u. Eyjafjöllum.
2. Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 5. maí 1959.
3. Kristín Dagbjört Sigurðardóttir, f. 8. janúar 1910 í Hraungerði, síðast að Baldursgötu 10 í Reykjavík, d. 2. júlí 1943.
4. Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, trúboði, f. 30. mars 1916 á Litlalandi, síðast í Reykjavík, d. 5. febrúar 1992.
5. Bernódía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 á Litlalandi, d. 1. desember 1991.
6. Andvana stúlka, f. 29. mars 1922 á Litlalandi.

Kynbróðir Margrétar var
1. Árni Sigurjónsson vélstjóri, útgerðarmaður í Skála, f. 25. nóvember 1903 á Fit, d. 15. júlí 1971.

Kjörföðursystur Margrétar í Eyjum voru:
1. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja í Bergholti, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
2. Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.

Margrét fluttist til Eyja 1904, þá tveggja ára, með vinnukonunni móður sinni.
Halldóra og Sigurður giftu sig 1905 og bjuggu á Oddsstöðum til 1907. Þá fluttist hún með þeim að Hraungerði.
Þau byggðu Litlaland og bjuggu þar frá 1912.
Hún ólst upp á Litlalandi, en fluttist til Reykjavíkur 18 ára, en átti lögheimili í Eyjum til 1923.
Þau Árni giftu sig 1930, eignuðust sex börn, en yngsta barnið dó nýfætt.
Árni lést 1988.
Margrét bjó að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést 2006.

I. Maður Margrétar, (19. júlí 1930), var Árni Guðmundsson vélstjóri, f. 3. febrúar 1904, d. 1. september 1988.
Börn þeirra:
1. Sigríður Dóra Árnadóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1931, d. 10. ágúst 2003. Maður hennar var Markús Pálsson. Sambýlismaður hennar var Ásgrímur Aðalsteinsson.
2. Guðveig Árnadóttir húsfreyja, f. 27. maí 1932. Maður hennar Þórarinn Kristján Ragnarsson.
3. Árni Grétar Árnason verslunarmaður, verkamaður, f. 23. júní 1934, d. 13. desember 2015. Sambýliskona um skeið var Þórunn Valdimarsdóttir.
4. Gunnar Jón Árnason, f. 13. apríl 1940. Kona hans Jóhanna Sigurðardóttir.
5. Rannveig Árnadóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1942. Maður hennar Victor Melsted.
6. Drengur, f. 1949, d. 1949.
Uppeldisbarn þeirra:
7. Margrét Reynisdóttir, dótturdóttir þeirra, f. 30. maí 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.