Halldóra Björnsdóttir (Hlíðarhúsi)
Halldóra Guðrún Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, ljósmóðir fæddist þar 5. júlí 1921 og lést 4. júní 2009.
Foreldrar hennar voru Björn Zophonías Sigurðsson skipstjóri frá Vatnsenda í Héðinsfirði, f. 4. nóvember 1892, d. 30. ágúst 1974, og kona hans Eiríkssína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, bæjarfulltrúi, f. 11. apríl 1897, d. 18. september 1960.
Börn Eiríksínu og Björns í Eyjum:
1. Halldóra Guðrún Björnsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009, kona Boga Jóhannssonar.
2. María Stefanía Björnsdóttir húsfreyja, 13. september 1931, d. 25. október 2010, kona Hafsteins Júlíussonar.
3. Svava Björnsdóttir sjúkraliði, verslunarmaður, f. 10. nóvember 1932, d. 10. maí 2007. Maður hennar Hrafnkell Guðjónsson.
4. Sigríður Bjarney Björnsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1934, kona Garðars Júlíussonar.
Halldóra lauk námi í ljósmóðurfræðum í Ljósmæðraskóla Íslands 1944.
Hún var um skeið við ljósmóðurstörf í Eyjum. Einnig sá hún um veitingar í Ráðhúsinu um árabil.
Þau Bogi giftu sig 1944, eignuðust sjö börn, en eitt þeirra fæddist andvana og annað lést sjö ára. Þau bjuggu í Hlíðarhúsi í byrjun og í fjórtán ár, þá í húsi sínu við Heiðarveg 64 til ársins 1997.
Þau fluttu til Kópavogs 1997, bjuggu á Furugrund 60.
Halldóra Guðrún og Bogi dvöldu síðustu ár sín í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Bogi lést 2007 og Halldóra Guðrún 2009.
I. Maður Halldóru Guðrúnar, (14. október 1944), var Bogi Jóhannsson frá Hlíðarhúsi, rafvirkjameistari, f. 30. september 1920, d. 20. maí 2007.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Sigríður Bogadóttir myndlistarmaður, f. 8. nóvemer 1944. Fyrrverandi maki Brynjar Viborg.
2. Eiríkur Bogason rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, veitustjóri, framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1947, d. 23. mars 2018. Kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir.
3. Kristján Bogason rafvirkjameistari, f. 24. maí 1948. Kona hans Jóhanna Emilía Andersen.
4. Soffía Bogadóttir, f. 13. júlí 1950, d. 27. júlí 1957.
5. Svava Bogadóttir kennari, skólastjóri í Vogum, f. 30. maí 1954. Fyrri maður hennar Hreinn Sigurðsson. Síðari maður Kristján Bjarnason.
6. Andvana drengur, f. 13. september 1959.
7. Gunnar Bogason sjómaður, f. 15. ágúst 1961. Fyrri maki Kathleen Valborg Clifford, síðari maki Bergþóra Aradóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 12. júní 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.