Jóhanna Emilía Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Emilía Andersen húsfreyja, kaupkona, leikskólastarfsmaður fæddist 4. júlí 1944.
Foreldrar hennar voru Emil Marteinn Andersen frá Sólbakka, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 31. júlí 1917, d. 17. mars 1995, og kona hans Þórdís Jóelsdóttir frá Sælundi, húsfreyja, f. 15. febrúar 1916, d. 17. júlí 1996.

Börn Þórdísar og Emils:
1. Guðbjörg Októvía Andersen húsfreyja og skrifstofukona á sýsluskrifstofunni, f. 9. febrúar 1943. Maður hennar er Borgþór Eydal Pálsson.
2. Jóhanna Emilía Andersen húsfreyja, kaupkona, leikskólastarfsmaður, f. 4. júlí 1944. Maður hennar er Kristján Bogason.
3. Júlía Petra Andersen húsfreyja og innanhúsarkitekt, f. 24. júní 1949. Maður hennar er Hjalti Elíasson.
4. Jóel Þór Andersen skipstjóri, f. 6. september 1950. Kona hans er Þuríður Jónsdóttir.
5. Mardís Malla Andersen byggingafræðingur, f. 2. apríl 1959. Sambýlismaður var Birgir Jónsson. Maður hennar, (skildu), var Sigurður Gíslason.

Jóhanna var með foreldrum sínum.
Hún vann við fiskiðnað og síðar í Versluninni Rafeind, sem þau Kristján áttu.
Þau Kristján giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hlíðarhúsi, síðan í Blokkinni við Hásteinsveg, í Stóra-Hvammi, byggðu við Hrauntún 49, bjuggu þar til 1975, en fluttu á Heiðarveg 13, fluttu þaðan til Reykjavíkur 1988, búa nú í Hraunbæ.

I. Maður Jóhönnu Emilíu, (13. desember 1969), er Kristján Bogason frá Hlíðarhúsi, rafvirkjameistari, f. 24. maí 1948.
Börn þeirra:
1. Emil Þór Kristjánsson sjómaður, véla- og orkutæknifræðingur í Kópavogi, f. 28. febrúar 1968. Kona hans Stacy Kristjánsson.
2. Gauti Kristjánsson, (kjörbarn þeirra), rafvirki í Reykjavík, f. 3. júní 1985. Fyrrum kona hans Snædís Kristleifsdóttir.
3. Sara Kristjánsdóttir, (kjörbarn þeirra), leikskólakennari, f. 6. júní 1985. Sambúðarmaður hennar Gunnar Örn Sveinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Jóhanna Emilía.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.