Jóhanna Bogadóttir (myndlistarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigríður Bogadóttir frá Hlíðarhúsi við Miðstræti 5b, myndlistarmaður fæddist þar 8. nóvember 1944.
Foreldrar hennar voru Bogi Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 30. september 1920, d. 20. maí 2007 í Kópavogi, og kona hans Halldóra Guðrún Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009 í Kópavogi.

Börn Halldóru og Boga:
1. Jóhanna Sigríður Bogadóttir myndlistarmaður, f. 8. nóvemer 1944. Fyrrverandi maki Brynjar Viborg.
2. Eiríkur Bogason rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, veitustjóri, framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1947, d. 23. mars 2018. Kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir.
3. Kristján Bogason rafvirkjameistari, f. 24. maí 1948. Kona hans Jóhanna Emilía Andersen.
4. Soffía Bogadóttir, f. 13. júlí 1950, d. 27. júlí 1957.
5. Svava Bogadóttir kennari, skólastjóri í Vogum, f. 30. maí 1954. Fyrri maður hennar Hreinn Sigurðsson. Síðari maður Kristján Bjarnason.
6. Andvana drengur, f. 13. september 1959.
7. Gunnar Bogason sjómaður í Neskaupstað, f. 15. ágúst 1961. Fyrri maki Kathleen Valborg Clifford, síðari maki Bergþóra Aradóttir.

Jóhanna var með foreldrum sínum, en dvaldi oft hjá móðurforeldrum sínum á Siglufirði á sumrum.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1960, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri, stundaði myndlistarnám í Frakklandi 1966-1968, í listaháskóla í Stokkhólmi 1976-1979.
Jóhanna hefur haldið yfir 100 einkasýningar, þar af 35 erlendis, hefur sýnt mikið í Finnlandi og á fleiri Norðurlöndum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, m.a. með norræna listahópnum Rimfaxe í Kaupmannahöfn, og sýningu um norrænt málverk á Charlottenborg og í Luleå Konsthall í Svíþjóð. Einnig hefur hún haldið sýningar í Bandaríkjunum, í San Francisco og New York.
Verk Jóhönnu eru á mörgum opinberum stöðum, bæði á Íslandi og erlendis, í listasöfnum, t.d. Museum of Modern Art í New York, Alvar Alto-safninu, nútímalistasafninu í Helsinki og Nationalmuseet í Stokkhómi, Listasafni Íslands og Listasafni Háskóla Íslands og víða um landið.
Hún hefur unnið að ýmsum samvinnuverkefnum, t.d. í framkvæmdastjórn Umhverfis 80, sem haldið var í Breiðfirðingabúð í smvinnu við Listahátíð 1980, þar sem markmiðið var að vekja áhuga á umhverfismálum. Hún var einnig í framkvæmdanefnd um grafíska myndlist á vegum Grafiklistarfélagsins, var í framkvæmdastjórn fyrir Friðarvikuna, sem haldin var í Norræna húsinu 1984, þar sem umfjöllunin var barátta gegn kjarnorkuvá og hernaðarhyggju með samvinnu um tíu friðarhreyfinga. Jóhanna hefur dvalið víða erlendis við listsköpun.
Hún var kjörin Borgarlistamaður í Reykjavík 1988.
Jóhanna skrifaði margar greinar í Morgunblaðið um mannlíf og listir á fjarlægum stöðum, svo sem í Afríku, Mexicó og Bandaríkjunum. Hér fylgja tenglar yfir greinar hennar í Morgunblaðinu.
https://timarit.is/page/3462456?iabr=on
https://timarit.is/page/3468889?iabr=on
https://timarit.is/page/3517607?iabr=on
https://timarit.is/page/3565117?iabr=on
https://timarit.is/page/3649308?iabr=on
https://timarit.is/page/3650024?iabr=on
https://timarit.is/page/3653016?iabr=on
https://timarit.is/page/3676343?iabr=on
https://timarit.is/page/3677729?iabr=on
https://timarit.is/page/3691491?iabr=on
https://timarit.is/page/4119127?iabr=on
https://timarit.is/page/4120407?iabr=on
https://timarit.is/page/4151507?iabr=on
https://timarit.is/page/4152557?iabr=on
https://timarit.is/page/4154275?iabr=on
https://timarit.is/page/4180652?iabr=on

Þau Brynjar giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.

I. Maður Jóhönnu, (skildu), er Brynjar Viborg, f. 20. mars 1943. Foreldrar hans Garðar Héðinn Viborg Guðmundsson, f. 29. janúar 1917, d. 26. febrúar 2009, og Margrét Ásmundsdóttir, f. 13. október 1916, d. 22. júlí 1999.
Barn þeirra:
1. Eyja Margrét Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, f. 5. desember 1969. Maður hennar Arngrímur Vídalín aðjunkt í íslenskum bókmenntum við H.Í.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.