María Stefanía Björnsdóttir
María Stefanía Björnsdóttir húsfreyja fæddist 13. september 1931 á Austurgötu 11B á Siglufirði og lést 25. október 2009.
Foreldrar hennar voru Björn Zóphonías Sigurðsson skipstjóri frá Vatnsenda í Héðinsfirði, f. 4. nóvember 1892, d. 30. ágúst 1974, og kona hans Eiríkssína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, bæjarfulltrúi, f. 11. apríl 1897, d. 18. september 1960.
Börn Eiríksínu og Björns í Eyjum:
1. Halldóra Guðrún Björnsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009, kona Boga Jóhannssonar.
2. María Stefanía Björnsdóttir húsfreyja, 13. september 1931, d. 25. október 2010, kona Hafsteins Júlíussonar.
3. Sigríður Bjarney Björnsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1934, kona Garðars Júlíussonar.
María var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fór til Eyja 1950 í atvinnuleit. Síðar vann hún mikið við sauma, á saumastofum í Kópavogi, síðast á saumastofu Kópavogshælis..
Þau Hafsteinn giftu sig 1951, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Litlu-Heiði, byggðu húsið við Heiðarveg 26 og bjuggu þar uns þau fluttu til Kópavogs 1963. Þar bjuggu þau við Hlíðarveg og í Kastalagerði.
Hafsteinn lést 1990.
Síðar flutti María í Lækjarsmára í Kópavogi.
Sambýlismaður Maríu var Aðalsteinn Guðlaugsson.
María lést 2010.
1. Maður Maríu Stefaníu, (16. júní 1951), var Hafsteinn Júlíusson frá Stafholti, múrarameistari, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 9. september 1951 að Litlu-Heiði. Maður hennar Bjarni Ragnarsson.
2. Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 20. júní 1955 að Boðaslóð 26. Maður hennar Óskar Sverrisson.
3. Guðný Hafsteinsdóttir húsfreyja, kennari, f. 19. júlí 1956 að Boðaslóð 26. Sambúðarmaður hennar Jóhannes Sveinsson.
4. Sigurður Hafsteinsson byggingatæknifræðingur, f. 3. ágúst 1959. Kona hans Svava Aldís Viggósdóttir.
5. Júlíus Geir Hafsteinsson trésmiður, f. 1. janúar 1963 að Boðaslóð 26. Kona hans Margrét Herdís Guðmundsdóttir.
6. Þröstur Hafsteinsson blikksmiður, f. 20. janúar 1964. Kona hans Hrafnhildur Karlsdóttir.
II. Sambúðarmaður Maríu Stefaníu frá 1997 var Aðalsteinn Guðlaugsson skrifstofumaður, f. 17. júlí 1926 í Reykjavík, d. 29. mars 2020.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 8. nóvember 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.