Hafsteinn Ingvarsson (tannlæknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafsteinn Ingvarsson.

Hafsteinn Ingvarsson frá Birtingarholti, tannlæknir í Reykjavík fæddist 12. október 1932 og lést 29. janúar 2014.
Foreldrar hans voru Ingvar Þórólfsson frá Gerðakoti í Flóa, útgerðarmaður, húsasmiður, f. 27. mars 1896 að Króki þar, d. 13. apríl 1975, og kona hans Þórunn Friðriksdóttir frá Rauðhálsi í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. apríl 1901, d. 13. júní 1972.

Börn Þórunnar og Ingvars:
1. Þórhildur Ingvarsdóttir húsfreyja í Mýrdal, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000.
2. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1923 í Birtingarholti, d. 6. október 2013.
3. Friðrik Ingvarsson í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004.
4. Hulda Ingvarsdóttir Berndsen húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000.
5. Vigfús Ingvarsson, f. 1. nóvember 1928.
6. Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, f. 12. október 1932 í Birtingarholti, d. 29. janúar 2014.
7. Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
8. Ingi Ingvarsson, f. 22. apríl 1937 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 2018.
9. Jóna Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1939 í Birtingarholti.
10. Þórólfur Ingvarsson sjómaður á Akureyri, f. 16. apríl 1944 í Birtingarholti, d. 20. júlí 2015.

Hafsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1949, stúdent í Verslunarskóla Íslands 1954, varð cand odont í Háskóla Íslands í janúar 1961. Hann stundaði nám í Tannlæknaskólanum í Kaupmannahöfn veturinn 1961-1962.
Hafsteinn stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk 7. stigi í söng.
Hafsteinn fékk tannlækningaleyfi 15. febrúar 1961.
Hann var aðstoðartannlæknir hjá Hauki Clausen, Eigil Birch í Kaupmannahöfn og Gunnari Þormar á árunum 1961-1964 og rak eigin tannlæknastofu í Reykjavík frá september 1964.
Hann annaðist tannviðgerðir skólabarna á Kirkjubæjarklaustri 1981-1991.

Félags-og trúnaðarstörf:
1. Í stjórn skandinavíska tannlæknafélagsins 1956-1966.
2. Sat í námskeiðsnefnd fyrir aðstoðarstúlkur 1967-1969.
3. Starfaði með Þjóðleikhúskórnum og kór Íslensku óperunnar.
4. Hann var meðlimur og stofnandi sönghópsins Hljómeykis.

Þau Ragnheiður giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu að Bakkaflöt 1 í Garðabæ.
Hafsteinn lést 2014.

I. Kona Hafsteins, (18. júní 1954), er Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, f. 21. júlí 1933. Foreldrar hennar voru Bendikt Guðjónsson kennari í Reykjavík, f. 3. mars 1909, d. 12. apríl 1982 og Sigurbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 19. janúar 1910, d. 28. nóvember 2009. Kjörfaðir Ragnheiðar var Jón Óskar Guðmundsson Einarssonar í Viðey bóndi í Nýjabæ í Þykkvabæ, Rang., síðar verkamaður í Reykjavík, f. 30. mars 1912, d. 17. mars 2009.
Börn þeirra:
1. Jón Óskar Hafsteinsson myndlistamaður í Reykjavík, f. 22. október 1954. Sambýliskona Hulda Margrét Hákonardóttir (Hulda Hákon).
2. Þorvar Hafsteinsson hönnunarstjóri, f. 24. mars 1961. Fyrrum kona hans Helga Júlíana Vilhelmsdóttir. Sambýliskona Hildur Hörn Daðadóttir.
3. Hafsteinn Hafsteinsson tannsmiður, húsasmiður í Hafnarfirði, f. 28. október 1962. Fyrrum sambýliskona Melania T. Biscatta.
4. Hringur Hafsteinsson B.A.-próf í kvikmyndagerð, hönnunarstjóri í Garðabæ, f. 30. desember 1963. Kona hans Anna Katrín Guðmundsdóttir.
5. Tindur Hafsteinsson, B.A-próf í kvikmyndagerð, deildarstjóri í Garðabæ, f. 26. júlí 1968. Kona Anna Sigríður Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984. Æviágrip Íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands. Ritnefnd Gunnar Þormar og fleiri.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.