Þórunn Ingvarsdóttir (Birtingarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórunn Ingvarsdóttir.

Þórunn Ingvarsdóttir frá Birtingarholti, húsfreyja í Reykjavík fæddist 6. desember 1923 í Birtingarholti og lést 6. október 2013 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ingvar Þórólfsson frá Gerðakoti í Flóa, útgerðarmaður, húsasmiður, f. 27. mars 1896 að Króki þar, d. 13. apríl 1975, og kona hans Þórunn Friðriksdóttir frá Rauðhálsi í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. apríl 1901, d. 13. júní 1972.

Börn Þórunnar og Ingvars:
1. Þórhildur Ingvarsdóttir húsfreyja í Mýrdal, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000.
2. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1923 í Birtingarholti, d. 6. október 2013.
3. Friðrik Ingvarsson í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004.
4. Hulda Ingvarsdóttir Berndsen húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000.
5. Vigfús Ingvarsson, f. 1. nóvember 1928.
6. Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, f. 12. október 1932 í Birtingarholti, d. 29. janúar 2014.
7. Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
8. Ingi Ingvarsson, f. 22. apríl 1937 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 2018.
9. Jóna Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1939 í Birtingarholti.
10. Þórólfur Ingvarsson sjómaður á Akureyri, f. 16. apríl 1944 í Birtingarholti, d. 20. júlí 2015.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fór til Reykjavíkur um tvítugt og sinnti ýmsum störfum.
Þau Ásgeir giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst á Rauðalæk 27.
Þórunn var lengi gjaldkeri kvenfélagsins Keðjunnar, sem var kvenfélag vélstjóra og vélfræðinga.
Ásgeir lést 2003 og Þórunn 2013.

I. Barnsfaðir Þórunnar var Þórarinn Sveinsson, f. 20. janúar 1925, d. 22. júní 1985.
Barn þeirra:
1. Yngvi Þór Þórarinsson, f. 31. janúar 1944 í Birtingarholti, d. 17. október 1944.

II. Maður Þórunnar, (15. júlí 1949), var Ásgeir Sigurjónsson vélvirki, yfirvélstjóri, f. 16. febrúar 1923, d. 25. nóvember 2007. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson frá Suðurkoti í Krýsuvík, verkamaður í Reykjavík, f. 29. október 1875, d. 28. nóvember 1932, og kona hans Ingiríður Jóhannesdóttir frá Skáney í Reykholtsdal, húsfreyja, verkakona, f. 11. febrúar 1887, d. 1. júní 1960.
Börn þeirra:
1. Inga Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1948. Fyrrum maður hennar Tryggvi S. Jónsson. Fyrrum maður Ingu Björgvin E. Arngrímsson. Maður hennar Sæmundur S. Gunnarsson.
2. Ásgeir Ásgeirsson, f. 23. nóvember 1955.
3. Sigurjón Ásgeirsson, f. 28. mars 1961. Fyrrum kona hans Berglind Valdimarsdóttir. Kona hans Ragnheiður Ragnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.