Hákon Einarsson (Staðarfelli)

From Heimaslóð
(Redirected from Hákon Einarsson)
Jump to navigation Jump to search
Runólfur Hákon Einarsson.

Runólfur Hákon Einarsson skipasmiður fæddist 1. mars 1913 á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og lést 10. apríl 2003 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Einar Runólfsson frá Hömrum í Holtum, trésmiður, útgerðarmaður, f. þar 18. september 1884, d. 10. mars 1961 í Reykjavík, og kona hans Kristín Traustadóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1878 á Vatneyri þar, d. 3. febrúar 1960.
Fósturmóðir Hákonar í um 12 ár skeið var Sigríður Traustadóttir húsfreyja, ekkja í Breiðavík í Rauðasandshreppi, Barð. móðursystir hans.

Börn Kristínar og Einars:
1. Trausti Sigurður Einarsson prófessor, f. 14. nóvember 1907 í Reykjavík, d. 26. júlí 1984.
2. Runólfur Hákon Einarsson skipasmiður, f. 1. mars 1913 á Löndum, d. 10. apríl 2003.
3. Guðrún Þóranna Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1914 á Staðarfelli, d. 5. maí 1995.
4. Þórhallur Ingibergur Einarsson lögfræðingur, fulltrúi borgarfógeta, f. 16. mars 1921 á Staðarfelli, d. 27. september 2007.

Hákon var með foreldrum sínum í fyrstu, en vegna veikinda móður sinnar fór hann í fóstur 1915 til Sigríðar móðursystur sinnar í Breiðuvík í Rauðasandshreppi, Barð. og var þar til 1927, er hann sneri til foreldra sinna. Hann flutti með þeim til Reykjavíkur 1930.
Kákon lærði bátasmíði, rak fyrirtækið Bátanaust ásamt öðrum til 1988.
Þau Hanna Guðrún giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hólmgarði 54 í Reykjavík.
Hákon lést 2003 og Hanna Guðrún 2012.

I. Kona Hákonar, (16. mars 1946), var Hanna Guðrún Jónsdóttir frá Suðureyri í Tálknafirði, húsfreyja, f. 9. janúar 1921, d. 4. nóvember 2012. Foreldrar hennar voru Jón Kristófersson frá Brekkuvelli á Barðaströnd, Barð., kennari, skólastjóri, sjómaður, f. 21. júní 1888, d. 19. ágúst 1977, og kona hans Guðbjörg Káradóttir frá Miklaholti í Biskupstungum, Árn., húsfreyja, kennari, f. 26. október 1894, d. 19. mars 1974.
Börn þeirra:
1. Einar Örn Hákonarson, f. 13. desember 1946. Kona hans Margrét Björnsdóttir.
2. Jón Haukur Hákonarson, f. 7. nóvember 1953. Fyrrum kona hans Anna Sigurjónsdóttir. Sambúðarkona hans Svava Árdís Jóhannsdóttir.
3. Kolbrún Hákonardóttir, f. 21. apríl 1955. Maður hennar Kjartan Erlingsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.