Kristín Traustadóttir (Staðarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Traustadóttir frá Patreksfirði, húsfreyja fæddist 22. október 1878 á Vatneyri þar og lést 3. febrúar 1960.
Foreldrar hennar voru Trausti Einarsson skipasmiður á Vatneyri í Patreksfirði, f. 1. ágúst 1834, d. 20. desember 1895, og kona hans Sigríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1845, d. 18. maí 1915.

Kristín var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var 17 ára.
Hún var hjú í Reykjavík 1901.
Þau Einar giftu sig 1906, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Eyja 1909, bjuggu á Löndum 1910, á Staðarfelli 1920, en fluttu til Reykjavíkur 1930.
Kristín lést 1960 og Einar 1961.

I. Maður Kristínar, (1906), var Einar Runólfsson frá Hömrum í Holtum, trésmiður, útgerðarmaður, f. þar 18. september 1884, d. 10. mars 1961 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Trausti Sigurður Einarsson prófessor, f. 14. nóvember 1907 í Reykjavík, d. 26. júlí 1984.
2. Runólfur Hákon Einarsson skipasmiður, f. 1. mars 1913 á Löndum, d. 10. apríl 2003.
3. Guðrún Þóranna Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1914 á Staðarfelli, d. 5. maí 1995.
4. Þórhallur Ingibergur Einarsson lögfræðingur, fulltrúi Borgarfógeta, f. 16. mars 1921 á Staðarfelli, d. 27. september 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.