Guðrún Einarsdóttir (Staðarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Þóranna Einarsdóttir frá Staðarfelli við Kirkjuveg 53, húsfreyja, stúdent fæddist þar 17. október 1914 og lést 5. maí 1995 í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Einar Runólfsson frá Hömrum í Holtum, trésmiður, útgerðarmaður, f. þar 18. september 1884, d. 10. mars 1961 í Reykjavík, og kona hans Kristín Traustadóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1878 á Vatneyri þar, d. 3. febrúar 1960.

Börn Kristínar og Einars:
1. Trausti Sigurður Einarsson prófessor, f. 14. nóvember 1907 í Reykjavík, d. 26. júlí 1984.
2. Runólfur Hákon Einarsson skipasmiður, f. 1. mars 1913 á Löndum, d. 10. apríl 2003.
3. Guðrún Þóranna Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1914 á Staðarfelli, d. 5. maí 1995.
4. Þórhallur Ingibergur Einarsson lögfræðingur, fulltrúi Borgarfógeta, f. 16. mars 1921 á Staðarfelli, d. 27. september 2007.

Guðrún var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1930.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1935.
Guðrún vann árum saman í Reykjavíkurapóteki.
Þau Unnsteinn giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík og Kópavogi, en bjuggu á Siglufirði 1953-1956, í Seattle í Bandaríkjunum 1962-1963 og í París 1970-1973.
Guðrún lést 1995 og Unnsteinn 2004.

I. Maður Guðrúnar, (1946), var Helgi Unnsteinn Stefánsson prófessor, f. 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði í Reyðarfirði, d. 19. janúar 2004. Foreldrar hans voru Stefán Þorsteinsson bóndi, f. 28. febrúar 1882, d. 15. september 1958, og kona hans Ólöf Herborg Björnsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1882, d. 23. júlí 1971.
Börn þeirra:
1. Kristín Unnsteinsdóttir, f. 9. apríl 1947. Maður hennar Trausti Ólafsson.
2. Stefán Unnsteinsson, f. 11. september 1950. Kona hans Ana Maria Unnsteinsson.
3. Einar Unnsteinsson, f. 2. október 1952. Kona hans Vigdís Esradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.