Þórhallur Einarsson (lögfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórhallur Ingibergur Einarsson.

Þórhallur Ingibergur Einarsson frá Staðarfelli við Kirkjuveg 53, lögfræðingur, fulltrúi fæddist þar 16. mars 1921 og lést 27. september 2007.
Foreldrar hans voru Einar Runólfsson frá Hömrum í Holtum, trésmiður, útgerðarmaður, f. þar 18. september 1884, d. 10. mars 1961 í Reykjavík, og kona hans Kristín Traustadóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1878 á Vatneyri þar, d. 3. febrúar 1960.

Börn Kristínar og Einars:
1. Trausti Sigurður Einarsson prófessor, f. 14. nóvember 1907 í Reykjavík, d. 26. júlí 1984.
2. Runólfur Hákon Einarsson skipasmiður, f. 1. mars 1913 á Löndum, d. 10. apríl 2003.
3. Guðrún Þóranna Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1914 á Staðarfelli, d. 5. maí 1995.
4. Þórhallur Ingibergur Einarsson lögfræðingur, fulltrúi borgarfógeta, f. 16. mars 1921 á Staðarfelli, d. 27. september 2007.

Þórhallur var með foreldrum sínum á Staðarfelli, flutti með þeim til Reykjavíkur 1930.
Hann varð stúdent í máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1942 og lauk lögfræðiprófum í Háskóla Íslands 1953, varð héraðsdómslögmaður 1967.
Hann vann ýmis störf, á Keflavíkurflugvelli 1953-1961, var fulltrúi sýslumannsins í Rangárvallasýslu 1961-1964, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík frá 1964.
Þórhallur hóf að leika knattspyrnu með meistaraflokki Fram 18 ára gamall og lék með liðinu í 10 ár, varð Íslandsmeistari 1939, 1946 og 1947. Þegar Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik gegn Dönum 1946 var Þórhallur valinn til keppni. Hann lék einnig handbolta með Fram, með meistaraflokki í 9 ár og var á þeim árum ætíð meðal bestu leikmanna félagsins.
Þau Hulda giftu sig 1951, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári sínu.
Hulda lést í apríl 2007.
Þórhallur dvaldi síðast á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann lést í september 2007.

I. Kona Þórhalls, (16. mars 1951), var Hulda Pétursdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verslunarstjóri, f. 25. september 1920, d. 16. apríl 2007. Foreldrar hennar voru Pétur Sigfússon kaupfélagsstjóri á Borðeyri, f. 9. desember 1890, d. 5. október 1962, og Birna Bjarnadóttir, f. 13. ágúst 1892, d. 4. september 1981.
Börn þeirra:
1. Pétur Þórhallsson lögmaður, f. 7. febrúar 1948. Kona hans Ilon Thyss Williams.
2. Birna María Þórhallsdóttir, f. 1. október 1950, d. 1. mars 1951.
3. Einar Kristinn Þórhallsson læknir, f. 1. júlí 1952. Kona hans Sigríður Steinarsdóttir.
4. Hinrik Þórhallsson íþróttafræðingur, kennari, f. 18. febrúar 1954. Barnsmóðir hans Kristín Ólafsdóttir. Fyrrum kona Erna Norðdahl. Fyrrum kona Vilborg Gunnarsdóttir.
5. Þórarinn Þórhallsson málari, f. 7. maí 1960. Kona hans Halldóra Þ. Friðjónsdóttir. Barnsmóðir Inga María Friðriksdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir samtíðarmenn. Jón Guðnason og Pétur Haraldson. Bókaútgáfan samtíðarmenn 1965.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2007. Minning Huldu og Þórhalls.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.