Guðrún Helgadóttir (Grímsstöðum)
Guðrún Helgadóttir frá Grímsstöðum við Skólaveg 27, húsfreyja fæddist þar 16. febrúar 1943 og lést 9. júlí 2022 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Helgi Benediktsson athafnamaður, kaupmaður, útgerðarmaður, hótelrekandi, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.
Börn Guðrúnar og Helga:
1. Stefán Helgason útgerðarstjóri, f. 16. maí 1929, d. 30. apríl 2000.
2. Sigtryggur Helgason viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 5. september 1930, d. 14. september 2012.
3. Guðmundur Helgason útvarpsvirki, f. 12. maí 1932, d. 15. maí 1953.
4. Páll Helgason ferðamálafrömuður, f. 14. júní 1933.
5. Helgi Helgason nemi, f. 31. október 1938, d. 28. ágúst 1960.
6. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1943, d. 9. júlí 2022.
7. Arnþór Helgason framkvæmdastjóri, tónlistarmaður, rithöfundur, vináttusendiherra, f. 5. apríl 1952.
8. Gísli Helgason tónlistarmaður, hljóðmeistari, f. 5. apríl 1952.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960, lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1962.
Guðrún vann verslunar- og þjónusturstörf til loka starfsævi sinnar.
Þau Finnur giftu sig 1964, eignuðust tvö börn.
Finnur lést 2008 og Guðrún 2022.
I. Maður Guðrúnar, (26. desember 1964), var Finnur Agnar Karlsson Jensen bryti, lögreglumaður, prentari, sölumaður, rekandi líkamsræktarstöðva, skólaliði, einn af stofnendum Kjörgarðs og Líkamsræktarstöðvarinnar hf. í Borgartúni, f. 17. apríl 1941, d. 12. maí 2008. Foreldrar hans voru Carl G. L. L. Jensen, f. 1912, d. 1977 og Aðalheiður Guðlaug Benediktsdóttir Jensen húsfreyja, f. 29. september 1913, d. 13. ágúst 1976.
Börn þeirra:
1. Birgir Finnsson, f. 5. júlí 1965. Kona hans Elínborg Aðils.
2. Guðrún Finnsdóttir, f. 1. júní 1976.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 25. júlí 2022. Minning
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.