Guðrún Jónsdóttir (Brimhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir frá Bakka í A.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 24. maí 1884, d. 5. maí 1976.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 13. nóvember 1843 í Jónshúsi, d. 5. desember 1918, og kona hans Guðný Þorbjarnardóttir frá Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 17. ágúst 1848 í Voðmúlastaðahjáleigu, d. 16. maí 1940.

Börn Guðnýjar og Jóns:
1. Jónína Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. maí 1878, d. 7. október 1932.
2. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Lögbergi, f. 4. nóvember 1883, d. 2. ágúst 1923, kona Sigurðar Sigurðssonar útvegsbónda og sjómanns, f. 26. júlí 1883, d. 25. janúar 1961.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Brimhólum, f. 24. maí 1884, d. 5. maí 1976, kona Hannesar Sigurðssonar, f. 6. ágúst 1881, d. 14. febrúar 1981.
4. Soffía Jónsdóttir saumakona í Görðum, f. 14. september 1885, d. 31. janúar 1965.
5. Marta Jónsdóttir, f. 25. janúar 1892 á Tjörnum, síðast á Þórsgötu 23 í Reykjavík, d. 18. apríl 1924.
Fósturbarn:
7. Elín Kortsdóttir, f. 3. nóvember 1909 á Fitjamýri u. V-Eyjafjöllum, d. 4. júlí 1930, grafin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kort Elísson vinnumaður á Fit og Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir vinnukona á Fitjamýri.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Bakka, Tjörnum og Seljalandi.
Hún flutti til Eyja 1911 og þau Hannes giftu sig á árinu. Þau eignuðust sjö börn, en misstu yngsta þeirra nýfætt.
Þau bjuggu á Lögbergi við giftingu og þar fæddist Jón Hjaltalín 1912, voru á Hjalla 1912-1919, á Steinsstöðum 1919-1923, en komin á Brimhól í lok árs 1923 og þar bjuggu þau, uns þau fluttust til Jóns sonar síns að Helgafellsbraut 7. Þar voru þau til Goss og fluttu með honum úr Eyjum.
Þau voru síðast hjá Jóni syni sínum í Fögrubrekku 34 í Kópavogi.
Guðrún lést 1976 og Hannes 1981.

Maður Guðrúnar, (24. júní 1911), var Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981.
Börn þeirra:
1. Jón Hjaltalín Hannesson rafvirki, vélstjóri, f. 20. júní 1912 á Lögbergi, d. 26. nóvember 2017.
2. Guðný Marta Hannesdóttir saumakona, f. 28. júní 1913 á Hjalla, d. 15. júlí 2011.
3. Hálfdán Hannesson bifvélavirki, f. 4. október 1914 á Hjalla, d. 12. febrúar 2011.
4. Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja, f. 12. október 1915 á Hjalla, d. 5. mars 2015.
5. Elínborg Hannesdóttir hattagerðarkona, saumakona, f. 23. ágúst 1917 á Hjalla, d. 19. maí 2010.
6. Þóra Hannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. júní 1919 á Steinsstöðum, d. 6. febrúar 2000.
7. Sigurður Hannesson, f. 21. apríl 1922 á Steinsstöðum, d. 28. apríl 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.