Soffía Jónsdóttir (Görðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Soffía Jónsdóttir frá Seljalandi u. V-Eyjafjöllum, saumakona í Görðum fæddist 14. september 1885 og lést 31. janúar 1965.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 13. nóvember 1843 í Jónshúsi, d. 5. desember 1918, og kona hans Guðný Þorbjarnardóttir frá Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 17. ágúst 1848 í Voðmúlastaðahjáleigu, d. 16. maí 1940.

Börn Guðnýjar og Jóns:
1. Jónína Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. maí 1878, d. 7. október 1932.
2. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Lögbergi, f. 4. nóvember 1883, d. 2. ágúst 1923, kona Sigurðar Sigurðssonar útvegsbónda og sjómanns, f. 26. júlí 1883, d. 25. janúar 1961.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Brimhólum, f. 24. maí 1884, d. 5. maí 1976, kona Hannesar Sigurðssonar, f. 6. ágúst 1881, d. 14. febrúar 1981.
4. Soffía Jónsdóttir saumakona í Görðum, f. 14. september 1885, d. 31. janúar 1965.
5. Marta Jónsdóttir, f. 25. janúar 1892 á Tjörnum, síðast á Þórsgötu 23 í Reykjavík, d. 18. apríl 1924.
Fósturbarn:
7. Elín Kortsdóttir, f. 3. nóvember 1909 á Fitjamýri u. V-Eyjafjöllum, d. 4. júlí 1930, grafin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kort Elísson vinnumaður á Fit og Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir vinnukona á Fitjamýri.

Soffía var með foreldrum sínum á Tjörnum og Seljalandi. Hún var með þeim 1910, vinnukona, og fluttist með þeim til Eyja 1917.
Hún var saumakona í Görðum, síðar sjúklingur á Sjúkrahúsinu og að lokum vistmaður á Elliheimilinu og lést 1965.
Soffía var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.