Jón Hjaltalín Hannesson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Hjaltalín Hannesson.

Jón Hjaltalín Hannesson frá Brimhólum, vélstjóri, rafvirki fæddist 20. júní 1912 á Lögbergi og lést 26. nóvember 2017.
Foreldrar hans voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1884 á Bakka í A.-Landeyjum, d. 5. maí 1976.

Börn Guðrúnar og Hannesar:
1. Jón Hjaltalín Hannesson rafvirki, vélstjóri, f. 20. júní 1912 á Lögbergi, d. 26. nóvember 2017.
2. Guðný Marta Hannesdóttir saumakona, f. 28. júní 1913 á Hjalla, d. 15. júlí 2011.
3. Hálfdán Hannesson bifvélavirki, f. 4. október 1914 á Hjalla, d. 12. febrúar 2011.
4. Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja, f. 12. október 1915 á Hjalla, d. 5. mars 2015.
5. Elínborg Hannesdóttir hattagerðarkona, saumakona, f. 23. ágúst 1917 á Hjalla, d. 19. maí 2010.
6. Þóra Hannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. júní 1919 á Steinsstöðum, d. 6. febrúar 2000.
7. Sigurður Hannesson, f. 21. apríl 1922 á Steinsstöðum, d. 28. apríl 1922.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk hinu minna vélstjóraprófi í Eyjum 1929 og sveinsprófi í rafvirkjun lauk hann 1962.
Jón vann við rafvirkjun hjá Haraldi Eiríkssyni og við vélgæslu/rafvirkjun hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Síðan var hann sjálfstæður raf- og rafvélavirki í Eyjum fram að gosi. Eftir gos vann hann hjá vélsmiðjunni Héðni þar til hann fór á eftirlaun.
Þau Hallfríður Halldóra giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu að Helgafellsbraut 7 til Goss.

Eftir flutning til Lands bjuggu þau að Fögrubrekku 34 í Kópavogi.
Hallfríður Halldóra lést 2008 og Jón Hjaltalín 2017.

I. Kona Jóns Hjaltalíns, (21. apríl 1955), var Hallfríður Halldóra Brynjólfsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, V-Skaft., f. þar 7. nóvember 1922, d. 2. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Brynjólfur Jónsson læknir í Svíþjóð, f. 17. september 1955. Kona hans Kristín Anna Siggeirsdóttir.
2. Hannes Rúnar Jónsson tölvunarfræðingur, f. 11. ágúst 1958. Kona hans Beatriz Ramires Martinez
3. Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, býr í Reykjavík, f. 22. desember 1959. Maður hennar Eiríkur Ingi Eiríksson.
Soffía Guðný Jónsdóttir lögfræðingur, f. 14. júní 1963. Maður hennar Björn L. Bergsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 6. desember 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.