Guðjón Egilsson (Ásavegi 24)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Egilsson húsasmíðameistari fæddist 30. júlí 1957 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Egill Kristjánsson frá Stað, húsasmíðameistari, f. þar 14. október 1927, d. 21. ágúst 2015, og kona hans Guðbjörg Marta Hjörleifsdóttir frá Skálholti, húsfreyja, verkakona, f. 20. júlí 1932, d. 15. ágúst 2021.

Börn Guðbjargar og Egils:
1. Þóra Hjördís Egilsdóttir húsfreyja, gangavörður við Hamarsskóla, f. 18. júlí 1953 í Skálholti. Maður hennar Arngrímur Magnússon.
2. Drengur, f. 16. janúar 1955, d. 17. mars 1955.
3. Kristján Egilsson húsasmiður, húsvörður, f. 3. maí 1956 að Ásavegi 24. Kona Pála Björg Pálsdóttir.
4. Guðjón Egilsson húsasmíðameistari, f. 30. júlí 1957 á Ásavegi 24. Fyrrum kona Linda Björk Hrafnkelsdóttir.
5. Sigurbjörn Egilsson sjómaður, smiður, f. 6. júlí 1963. Kona hans Svanfríður Jóhannsdóttir.
6. Björg Egilsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 18. nóvember 1971. Maður hennar Sæmundur Ingvarsson.

Þau Linda Björk giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Guðjón býr við Heimagötu 30.

I. Fyrrum kona Guðjóns er Linda Björk Hrafnkelsdóttir frá Snæbýli í Skaftártungu, húsfreyja, f. 27. ágúst 1961. Foreldrar hennar Hrafnkell Bjarni Kjartansson, f. 16. nóvember 1933, d. 31. mars 2022, og Ingunn Ragna Sæmundsdóttir, f. 3. ágúst 1931, d. 14. september 2012.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Marta Guðjónsdóttir, f. 27. júlí 1979.
2. Jökull Andri Guðjónsson, f. 26. júní 1986.
3. Ingi Hrafn Guðjónsson, f. 17. júlí 1992.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.