Guðbjörg Ósk Hauksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Ósk Hauksdóttir.

Guðbjörg Ósk Hauksdóttir verkakona, öryrki fæddist 11. október 1951 á Eskifirði og lést 20. júlí 2009.
Foreldrar hennar voru Haukur Guðmundsson sjómaður, verkstjóri, f. 25. október 1929, d. 3. september 1991, og kona hans Theódóra Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1933, d. 29. júní 2014.

Börn Theódóru og Hauks:
1. Guðbjörg Ósk Hauksdóttir verkakona, öryrki, f. 11. október 1951 á Eskifirði, bjó síðast á Kirkjubæjarbraut 16, d. 2. júlí 2009.
2. Guðný Stella Hauksdóttir verkakona, söngvaskáld, verkalýðsbaráttukona, f. 17. nóvember 1953 í Keflavík, síðast á Áshamri 38a, d. 17. janúar 2015.
3. Ólöf Hauksdóttir verkakona, f. 29. ágúst 1955 í Keflavík. Maður hennar Ægir Sigurjónsson. Þau búa á Hásteinsvegi 4.
4. Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960 í Keflavík. Fyrrum sambýliskona Anna Ísfold Kolbeinsdóttir. Kona hans er Sigríður Högnadóttir. Þau búa í Helgafelli.
5. Arilíus Smári Hauksson sjómaður, f. 8. september 1971 í Eyjum. Kona hans Ólöf Una Ólafsdóttir. Þau búa á Akranesi.

Guðbjörg Ósk var með foreldrum sínum í æsku, á Eskifirði til 1953, í Keflavík 1953-1960, aftur á Eskifirði 1960-1963, en síðan í Eyjum.
Hún var verkakona, en varð öryrki, bjó á Seljalandi við Hásteinsveg 10 1972, en síðar við Áshamar 26 og síðast á Kirkjubæjarbraut 16.
Hún lést 2009.

I. Barnsfaðir Guðbjargar Óskar er Hafþór Gestsson, f. 21. maí 1954. Foreldrar hans voru Gestur Karl Karlsson, f. 14. júní 1933 á Stokkseyri, d. 19. júlí 1998, og kona hans Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, símavörður, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
Barn þeirra:
1. Theódóra Anný Hafþórsdóttir verkakona, f. 10. maí 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 25. júlí 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.