Fríða Dóra Jóhannsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Fríða Dóra Jóhannsdóttir.

Fríða Dóra Jóhannsdóttir frá Fagurlyst litlu við Urðaveg 18, húsfreyja, verslunarmaður, veitingakona fæddist þar 18. mars 1939 og lést 28. maí 2022 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Jóhann Stígur Þorsteinsson frá Brekkum í Mýrdal, pakkhúsmaður, verkamaður, ljósmyndari, f. 3. september 1897, d. 17. ágúst 1970, og kona hans Kristín Filippía Guðmundsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, húsfreyja, f. 30. september 1903, d. 14. ágúst 1990.

Börn Kristínar og Jóhanns Stígs:
1. Sigurgeir Jóhannsson sjómaður, matreiðslumeistari, f. 14. maí 1927, d. 11. júní 2018. Kona hans Sigríður Guðmundsdóttir.
2. Ásdís Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. maí 1933. Maður hennar Ingi Vignir Jónasson.
3. Fríða Dóra Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, veitingakona, f. 18. mars 1939, d. 28. maí 2022. Maður hennar Gunnlaugur Axelsson.

Fríða Dóra var með foreldrum sínum.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1955.
Fríða Dóra vann ýmis störf, verslunarstörf og síðar var hún veitingakona hjá Golfklúbbnum um árabil.
Hún var félagi í Sinawik klúbbnum Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn og í Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Þau Gunnlaugur giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 67 og Kirkjuhvoli við Kirkjuveg 65.
Gunnlaugur lést 2006 og Fríða Dóra 2022.

I. Maður Fríðu Dóru, (1960), var Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson framkvæmdastjóri, f. 30. maí 1940, d. 16. október 2006.
Börn þeirra:
1. Axel Valdimar Gunnlaugsson, f. 11. júní 1958. Kona hans Fríða Sigurðardóttir.
2. Anna Dóra Gunnlaugsdóttir, f. 17. desember 1960, d. 29. september 1965.
3. Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 14. nóvember 1964. Maður hennar Guðjón Örn Guðjónsson.
4. Halldór Gunnlaugsson, f. 10. apríl 1973. Barnsmóðir hans Árdís Ármannsdóttir. Kona hans Lovísa Guðbjörg Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.