Kristín Guðmundsdóttir (Fagurlyst-litlu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Guðmundsdóttir.

Kristín Filippía Guðmudsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 30. september 1903 og lést 14. ágúst 1990.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 7. september 1867 á Brekkum í Mýrdal, d. 10. mars 1964, og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1871 á Ketilsstöðum, d. 30. júlí 1956 á Brekkum.

Kristín var hjá foreldrum sínum til 1904, var á sveit á Litlu-Hólum og síðan vinnukona 1904-1923.
Hún fór til Eyja 1923.
Þau Jóhann giftu sig 1923, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Fagurlyst við Urðaveg 16, en síðan í Fagurlyst-litlu við Urðavegi 18 í fjölda ára, bjuggu að síðustu á Strembugötu 4.
Jóhann lést 1970.
Kristín dvaldi síðast í Hraunbúðum. Hún lést 1990.

I. Maður Kristínar, (1923), var Jóhann Stígur Þorsteinsson frá Brekkum í Mýrdal, verkamaður, ljósmyndari, f. þar 4. september 1897, d. 17. ágúst 1970.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Jóhannsson sjómaður, matreiðslumeistari, f. 14. maí 1927, d. 11. júní 2018. Kona hans Sigríður Guðmundsdóttir.
2. Ásdís Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. maí 1933. Maður hennar Ingi Vignir Jónasson.
3. Fríða Dóra Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, veitingakona, f. 18. mars 1939, d. 28. maí 2022. Maður hennar Gunnlaugur Axelsson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.