Vignir Jónasson (Litlu-Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingi Vignir Jónasson.

Ingi Vignir Jónasson verkamaður, framkvæmdastjóri fæddist 24. nóvember 1932 og lést 11. apríl 2011.
Foreldrar hans voru Jónas Tryggvason sjómaður, síðar bifreiðastjóri á Akureyri, f. 12. júní 1907, d. 1. apríl 1979, og Hallfríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1908, d. 9. ágúst 1984.

Vignir vann ýmis störf, m.a. hjá Ísfélaginu, hjá bæjarfógeta, Slippstöðinni á Akureyri, í trésmiðju, en lengst hjá KEA-sláturhúsinu á Akureyri. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Bæjarverk, sem hann rak ásamt Ásdísi konu sinni.
Vignir söng í Karlakór Akureyrar, síðar Geysi, kirkjukór stærri Árskógskirkju og í Karlakór Eyjafjarðar.
Þau Ásdís giftu sig, eignuðust fjögur börn og fósturbarn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu í Litlu-Fagulyst, síðan við Bakkastíg 8 og síðast í Skessugili 8 á Akureyri.
Vignir lést 2011.

I. Kona Vignis er Ásdís Jóhannsdóttir frá Litlu-Fagurlyst við Urðaveg 18, húsfreyja, f. 27. maí 1933.
Börn þeirra:
1. Jóna Ósk Vignisdóttir, húsfreyja, framkvæmdastjóri á Hauganesi, f. 11. maí 1958 í Eyjum. Maður hennar Jón A. Gestsson.
2. Þorsteinn Hallgrímur Vignisson framkvæmdastjóri á Akureyri, f. 31. júlí 1961 í Eyjum. Kona hans Helga Birgisdóttir.
3. Fríða Dóra Vignisdóttir verslunarmaður á Akureyri, f. 18. mars 1970. Maður hennar Sigurjón Egill Jakobsson.
Fósturbarn þeirra:
4. Vignir Jóhann Þorsteinsson, f. 24. september 1976. Kona hans Þóra Bryndís Hjaltadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.