Jóhann Stígur Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Albert Helgason og Jóhann Stígur.

Jóhann Stígur Þorsteinsson fæddist 3. september 1897 og lést 17. ágúst 1970.

Hann var ljósmyndari og tók mikið magn af myndum.

Myndir

Frekari umfjöllun

Jóhann Stígur Þorsteinsson frá Brekkum í Mýrdal, verkamaður, ljósmyndari fæddist þar 4. september 1897 og lést 17. ágúst 1970.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Vigfússon bóndi, f. 12. apríl 1863 í Pétursey í Mýrdal, d. 6. mars 1942 í Eyjum, og kona hans Sigurbjörg Stígsdóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1874 á Brekkum, d. 10. október 1907.

Börn Sigurbjargar og Þorsteins:
1. Jóhann Stígur Þorsteinsson ljósmyndari, f. 3. september 1897, d. 17. ágúst 1970.
2. Guðbjörg Júlía Þorsteinsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 17. júlí 1899, d. 14. júlí 1987.
3. Helgi Ragnar Þorsteinsson verkstjóri á Þórshöfn, f. 23. nóvember 1901, d. 25 nóvember 1979.
4. Stígheiður Þorsteinsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 5. ágúst 1903, d. 30. ágúst 1999.
5. Kristján Októvíus Þorsteinsson sjómaður, f. 19. janúar 1906, d. 5. júní 1989.

Jóhann var með foreldrum sínum á Brekkum til 1908, en móðir hans lést er Jóhann var tíu ára. Hann var með föður sínum þar 1908-1909, vinnudrengur og síðan vinnumaður þar 1909-1916, vinnumaður í Garðakoti í Mýrdal 1916-1923.
Hann flutti til Eyja 1923, var verkamaður þar og afkastamikill áhugaljósmyndari.
Þau Kristín giftu sig 1923, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Fagurlyst við Urðaveg 16, síðan í Fagurlyst-litlu við Urðavegi 18 í mörg ár, en að síðustu á Strembugötu 4.
Jóhann lést 1970.
Kristín dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 1990.

I. Kona Jóhanns Stígs, (1923), var Kristín Filippía Guðmundsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 30. september 1903, d. 14. ágúst 1990.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Jóhannsson sjómaður, matreiðslumeistari, f. 14. maí 1927, d. 11. júní 2018. Kona hans Sigríður Guðmundsdóttir.
2. Ásdís Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. maí 1933. Maður hennar Ingi Vignir Jónasson.
3. Fríða Dóra Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, veitingakona, f. 18. mars 1939, d. 28. maí 2022. Maður hennar Gunnlaugur Axelsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.