Ólafía Birgisdóttir (Grænuhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Birgisdóttir frá Grænuhlíð 6, húsfreyja, starfsmaður á leikskóla fæddist 26. janúar 1963.
Foreldrar hennar Birgir Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 5. desember 1938, og kona hans Kolbrún Stella Karlsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1941.

Börn Kolbrúnar og Birgis:
1. Esther Birgisdóttir, f. 11. febrúar 1959. Maki hennar er Stefán Sigurþór Agnarsson, f. 1. maí 1955.
2. Karl Jóhann Birgisson, f. 29. september 1960, d. 26. september 1992. Maki hans Sigríður Bjarnadóttir, f. 22. nóvember 1963.
3. Ólafía Birgisdóttir, f. 26. janúar 1963. Maki hennar er Óskar Freyr Brynjarsson, f. 18. desember 1961.
4. Lilja Birgisdóttir, f. 12. maí 1966. Maki var Marinó Traustason, f. 10. maí 1963, d. 20. janúar 2008. Sambúðarmaður hennar er Guðjón Grétarsson.

Ólafía var með foreldrum sínum.
Að loknu skyldunámi vann hún afgreiðslustörf, var síðan starfsmaður leikskólans Kirkjugerði.
Þau Óskar giftu sig 1983, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu við Boðaslóð, þá við Fjólugötu 1, búa nú við Foldahraun 24.

I. Maður Ólafíu, (10. desember 1983), er Óskar Freyr Brynjarsson rafvirkjameistari, f. 18. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Davíð Þór Óskarsson verkamaður, f. 21. september 1983. Kona hans Birna Vídó Þórsdóttir Sigurgeirssonar.
2. Ester Óskarsdóttir skrifstofumaður, f. 11. maí 1988. Maður hennar Magnús Stefánsson frá Fagraskógi, Eyjaf.
3. Brynjar Karl Óskarsson verkamaður hjá Hafnareyri, f. 4. janúar 1991. Fyrrum sambúðarkona Sandra Gísladóttir Magnússonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ólafía.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.