Elín Brimdís Einarsdóttir
Elín Brimdís Einarsdóttir, frá Hásteinsvegi 7, húsfreyja, sjúkraliði fæddist þar 1. apríl 1942.
Foreldrar hennar voru Einar Sveinn Jóhannesson skipstjóri, f. 13. apríl 1914 á Seyðisfirði, d. 26. september 1994, og kona hans Sigríður Ágústsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1912 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. október 1996.
Börn Sigríðar og Einars Sveins:
1. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, forstöðukona heimilisþjónustu Kópavogs, f. 10. febrúar 1937 í Sætúni. Maður hennar Ólafur Valdimar Oddsson verktaki, látinn.
2. Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja í Mosfellssveit, matráðskona, f. 10. febrúar 1940 í Sætúni, d. 2. desember 2021. Maður hennar Magnús Sigurðsson, látinn.
3. Elín Brimdís Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, sjúkraliði, f. 1. apríl 1942 á Hásteinsvegi 7.
4. Þorbjörg Guðný Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, fiskverkakona, f. 12. apríl 1950 í Steinum.
5. Sveinn Einarsson vélstjóri í Eyjum, f. 14. maí 1958 á Sjúkrahúsinu. Fyrrum kona hans Þorleif Lúthersdóttir.
Elín Brimdís varð sjúkraliði og húsfreyja.
Þau Gunnar Erling Hólmar giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn.
Gunnar lést 2017.
Þau Gísli Erlingur giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
I. Maður Elínar, (3. september 1962), var Gunnar Erling Hólmar Jóhannesson, frá Siglufirði, trésmiður, f. 5. janúar 1938, d. 11. desember 2017. Foreldrar hans Jóhannes Sigurðsson, frá Hólum í Fljótum, verkamaður, verkstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. júlí 1910, d. 14. september 1998, og Laufey Sigurpálsdóttir, frá Höfða á Höfðaströnd, húsfreyja, f. 23. desember 1913, d. 12. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Róbert Gunnarsson, f. 19. febrúar 1963. Kona hans Guðmunda Lilja Gunnarsdóttir.
2. Þorbjörg Gunnarsdóttir, f. 23. október 1964. Maður hennar Ólafur Jónsson.
3. Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, sálfræðingur, f. 9. júní 1971. Maður hennar Andri Lúthersson.
II. Maður Elínar er Gísli Erlingur Kristinsson, skipstjóri, f. 26. janúar 1938 á Þingeyri. Foreldrar hans Kristinn Erlendsson, stýrimaður, f. 9. febrúar 1901, drukknaði af varðskipinu Þór 18. febrúar 1944, og Jóna Jónsdóttir, f. 3. júní 1905, d. 30. september 1974.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.