Magnús Sigurðsson (múrarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Sigurðsson.

Magnús Sigurðsson múrarameistari fæddist 10. mars 1938 á Urðavegi 44 og lést 15. mars 2021.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Lambhúshóli u. V-Eyjafjöllum, múrari, f. 31. ágúst 1891, d. 23. apríl 1973, og kona hans Kristín Benediktsdóttir frá Vatneyri við Patreksfjörð, húsfreyja, f. 29. júlí 1893, d. 4. september 1974.

Börn Kristínar og Sigurðar:
1. Unnur Sigurlín Sigurðardóttir, f. 24. október 1920 á Rafnseyri, húsfreyja í Reykjavík, d. 6. nóvember 2004.
2. Elín Benónía Sigurðardóttir, f. 3. september 1924 á Löndum, húsfreyja í Reykjavík, d. 19. nóvember 2011.
3. Magnús Sigurðsson, múrarameistari í Eyjum og í Mosfellsbæ, f. 10. mars 1938 á Urðavegi 44, d. 15. mars 2021.
Barn Kristínar:
4. Sigrún Bergmann öryrki, f. 22. júní 1912 á Patreksfirði, síðast í Hátúni í Reykjavík, d. 27. október 1987.
Uppeldissonur þeirra var:
5. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.

Magnús var með foreldrum sínum.
Hann lærði múrverk hjá Júlíusi Jónssyni, varð sveinn 1959 og fékk meistararéttindi 1962.
Magnús vann við iðn sína.
Þau Dóróthea giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Urðaveg 44, síðar í Grænuhlíð 22. Þau fluttu í Mosfellsbæ við Gosið 1973, bjuggu í Stóra-Krika og á Fróðengi 7.
Magnús lést í mars og Dóróthea í desember 2021.

I. Kona Magnúsar, (17. desember 1960), var Dóróthea Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, f. 10. febrúar 1940, d. 2. desember 2021.
Börn þeirra:
1. Kristín Magnúsdóttir skrifstofustjóri, f. 4. desember 1960. Fyrrum maður hennar Stefán Marvin Pálsson. Maður hennar Sigurgeir Kári Ársælsson.
2. Sigurður Magnússon sölustjóri, f. 16. júní 1964. Kona hans Sigríður Hálfdánardóttir.
3. Einar Sveinn Magnússon rafvirki, f. 3. júní 1969. Kona hans Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.