Ólafur Valdimar Oddsson
Ólafur Valdimar Oddsson frá Sælingsdal í Dalasýslu, sjómaður, verkamaður, verktaki fæddist þar 8. september 1935 og lést 12. janúar 2023.
Foreldrar hans voru Oddur Bergsveinn Jensson, f. 9. apríl 1880, d. 29. júlí 1962, og Valfríður Ólafsdóttir, f. 30. júlí 1893, d. 9. september 1984.
Ólafur var sjómaður í Eyjum, síðan verkamaður, en varð verktaki við gerð gangbrauta og innviða umferðarmannvirkja í hverfum í Kópavogi.
Þau Ágústa giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Ásavegi 2B, síðar við Faxastíg 45. Þau fluttu til Reykjavíkur 1958, í Kópavog 1960, bjuggu við Álfhólsveg, en síðast í Kórsölum 5.
Ólafur lést 2023.
I. Kona Ólafs, (25. desember 1957), er Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, forstöðukona, f. þar 10. febrúar 1937.
Börn þeirra:
1. Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri, f. 10. október 1957 á Ásavegi 2B. Kona hans Hafdís Gísladóttir.
2. Sigríður Ólafsdóttir kennari, f. 7. mars 1959. Maður hennar Karl Júlíus Sigurgíslason.
3. Bergsveinn Ólafsson fasteignasali, f. 5. ágúst 1960. Kona hans Inger María Schweiz Ágústsdóttir.
4. Óskar Ólafsson verktaki, f. 8. september 1963. Kona hans Astrid Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ágústa.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. janúar 2023. Minning Ólafs Valdimars.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.