Þorleif Lúthersdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorleif Lúthersdóttir, húsfreyja fæddist 9. desember 1960 á Siglufirði.
Foreldrar hennar Lúther Einarsson, rafvirkjameistari, frá Steinavöllum í Flókadal, Skagaf., f. 25. maí 1910, d. 2. júní 1978, og sambúðarkona hans Sigríður Helga Stefánsdóttir, frá Sjöundastöðum í Fljótum í Skagaf., f. 25. ágúst 1917, d. 10. september 2008.

Þau Sveinn giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Foldahraun 60D. Þau skildu.
Þorleif býr í Breiðholti.

I. Maður Þorleifar, (30. apríl 1981, skildu 2003), er Sveinn Einarsson, vélstjóri, f. 14. maí 1958.
Börn þeirra:
1. Sigurður Helgi Sveinsson, f. 11. febrúar 1981, d. 14. apríl 1994.
2. Elín Dóróthea Sveinsdóttir, leikskólaliði, f. 30. október 1986. Maður hennar Kristján Þór Gunnarsson.
3. Svandís Ósk Sveinsdóttir, öryrki, f. 20. ágúst 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.