Elín B. Jóhannsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Bjarney Jóhannsdóttir frá Eskihlíð við Skólaveg 36, húsfreyja, kaupmaður, bókari fæddist þar 19. september 1944 og lést 13. júlí 2021.
Foreldrar hennar voru Eysteinn Jóhann Eysteinsson sjómaður, verkamaður, f. 23. febrúar 1907, d. 21. febrúar 1998, og kona hans Sigríður Júnía Júníusdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1907, d. 7. maí 1987.

Börn Sigríðar Júníu og Jóhanns:
1. Selma Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1942 á Skólavegi 36. Maður hennar Gunnar Jónsson.
2. Elín Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, kaupmaður, bókari, f. 19. september 1944 á Skólavegi 36, d. 13. júlí 2021. Maður hennar Svavar Sigmundsson.
Barn Sigríðar Júníu:
3. Sigrún Júnía Einarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. febrúar 1938. Maður hennar Ástráður Helgfell Magnússon.

Elín Bjarney var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961, stundaði nám á íþróttasviði í lýðháskóla í Noregi í tvö ár.
Elín vann lengi við bókhald í Vinnslustöðinni, en síðan hjá fyrirtæki þeirra Svavars, byggingavöruversluninni Brimnesi.
Þau giftu sig 1965 eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hásteinsblokkinni til 1967, en síðan á Heiðarvegi 27a.
Elín Bjarney lést 2021.

I. Maður Elínar Bjarneyjar, (25. desember 1965), er Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
Börn þeirra:
1. Héðinn Svavarsson sjúkraþjálfari í Reykjavík, f. 21. janúar 1965. Kona hans Jóna Guðmundsdóttir.
2. Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir húsfreyja, lærður kennari, rekur ásamt manni sínum hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík, f. 11. janúar 1972. Maður hennar Stefán Guðmundsson.
3. Svavar Örn Svavarsson sjómaður, f. 26. maí 1976. Barnsmóðir hans Elísabet Hólm Júlíusdóttir. Sambúðarkona Sara Maria Pålson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.