Sigríður Júnía Júníusdóttir
Sigríður Júnía Júníusdóttir frá Syðra-Seli á Stokkseyri, húsfreyja fæddist þar 28. maí 1907 og lést 7. maí 1987.
Foreldrar hennar voru Júníus Pálsson sjómaður, formaður, sýslunefndarmaður, gangnaforingi, geldingamaður, f. 3. júní 1861 í Syðra-Seli, d. 12. apríl 1832, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Grímsfjósum á Stokkseyri, f. þar 15. mars 1866, d. 27. maí 1944.
Faðir Sigríðar lést 1932. Hún var með móður sinni til 1934, en fluttist þá til Reykjavíkur.
Hún eignaðist barn með Einari Geir 1938.
Þau Jóhann giftu sig 1941 og héldu til Eyja, eignuðust tvö börn og Jóhann fóstraði Sigrúnu Júníu. Þau bjuggu í Eskihlíð við Skólaveg 36 allan sinn búskap.
Sigríður Júnía lést 1987 og Jóhann 1998.
I. Maður Sigríðar Júníu, (1941), var Eysteinn Jóhann Eysteinsson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, sjómaður, verkamaður f. 23. febrúar 1907 í Tjarnarkoti þar, d. 21. febrúar 1998.
Börn þeirra:
1. Selma Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1942 í Eskihlíð. Maður hennar Gunnar Jónsson.
2. Elín Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, bókari, f. 19. september 1944 á Skólavegi 36. Maður hennar Svavar Sigmundsson.
Barn Sigríðar Júníu:
3. Sigrún Júnía Einarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. febrúar 1938. Maður hennar Ástráður Helgfell Magnússon.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.