Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir húsfreyja, kennari, rekur nú ásamt manni sínum hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giant á Húsavík, fæddist 11. janúar 1972.
Foreldrar hennar Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944, og kona hans Elín Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, kaupmaður, bókari, f. 19. september 1944, d. 13. júlí 2021.

Þau Ingólfur hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk. Þau skildu.
Þau Stefán giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau búa í Garðabæ.

I. Fyrrum sambúðarmaður Jóhönnu Sigríðar er Ingólfur Magnússon frá Akureyri, f. 8. janúar 1963. Foreldrar hans Magnús Gíslason, f. 25. febrúar 1935, og Ásbjörg Hanna Ingólfsdóttir, f. 7. maí 1935.
Börn þeirra:
1. Rakel Ása Ingólfsdóttir, f. 16. febrúar 2001.
2. Katrín Svava Ingólfsdóttir, f. 11. janúar 2004.

II. Maður Jóhönnu Sigríðar er Stefán Guðmundsson frá Húsavík, framkvæmdastjóri Gentle Giant hvalaskoðunarfyrirtækisins, f. 4. desember 1967. Foreldrar hans Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, f. 14. október 1939, og Helga Jónína Stefánsdóttir, f. 2. júní 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.