Sigrún Júnía Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Júnía Einarsdóttir.

Sigrún Júnía Einarsdóttir frá Eskihlíð við Skólaveg 36, húsfreyja, kennari fæddist 25. febrúar 1938 í Reykjavík og lést 26. apríl 1983.
Foreldrar hennar voru Einar Geir Guðmundsson frá Þjóðólfshaga í Holtum, Rang., múrari í Reykjavík, f. 9. apríl 1912, d. 19. febrúar 1992, og barnsmóðir hans Sigríður Júnía Júníusdóttir, síðar húsfreyja í Eskihlíð við Skólaveg 36, f. 28. maí 1907, d. 7. maí 1987.

Börn Sigríðar Júníu og Jóhanns:
1. Selma Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1942 á Skólavegi 36. Maður hennar Gunnar Jónsson.
2. Elín Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, bókari, f. 19. september 1944 á Skólavegi 36. Maður hennar Svavar Sigmundsson.
Barn Sigríðar Júníu:
3. Sigrún Júnía Einarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. febrúar 1938. Maður hennar Ástráður Helgfell Magnússon.

Sigrún lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1954, handavinnunám í Heimeyrkeskule í Jölster í Noregi 1955-1956. Hún tók handavinnukennarapróf 1959.
Sigrún var kennari við Alþýðuskólann á Eiðum 1959-1963, Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1964-1965, var stundakennari þar 1970-1972 og 1977-1978.
Hún var kennari við Barnaskólann á Egilsstöðum 1966-1967, Alþýðuskólann á Eiðum 1974-1982, var forfallakennari við grunnskólann á Egilsstöðum 1982.
Þau Ástráður giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Hörgsási 4 á Egilsstöðum.
Sigrún Júnía lést 1983 og Ástráður 2007.

I. Maður Sigrúnar Júníu, (25. desember 1963), var Ástráður Helgfell Magnússon húsasmíðameistari, húsvörður við Menntaskólann á Egilsstöðum, f. 19. desember 1930 að Uppsölum í Eiðaþinghá, d. 29. október 2007. Foreldrar hans voru Magnús Jóhannsson bóndi í Efri-Hlíð og Ytri-Kóngsbakka í Helgafellssveit og Uppsölum í Eiðaþinghá, f. 6. desember 1887 í Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 21. janúar 1982, og kona hans Ásthildur Jónasdóttir frá Helgafelli í Helgafellssveit, húsfreyja, f. 10. nóvember 1888, d. 7. desember 1968.
Börn þeirra:
1. Sigríður Júnía Ástráðsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1963. Maður hennar Björn Björnsson.
2. Magnús Ási Ástráðsson byggingaiðnfræðingur, f. 19. september 1965. Kona hans Hulda Rós Sigurðardóttir.
3. Jóhanna Birna Ástráðsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1967. Maður hennar Ævar Bjarnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2007. Minning Ástráðs.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.