Elín Ólafsdóttir (Vesturholtum)
Elín Ólafsdóttir frá Vesturholtum, húsfreyja í Reykjavík fæddist 21. apríl 1927 á Heimagötu 30 og lést 23. maí 1990.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ragnar Jónsson verkamaður, sjómaður í Vesturholtum, f. 11. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1979, og kona hans Jónína Pétursdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1906, d. 20. mars 1994.
Börn Jónínu og Ólafs voru:
1. Elín Ólafsdóttir, f. 21. apríl 1927 á Heimagötu 30, d. 23. maí 1990.
2. Helga Ólafsdóttir, f. 12. ágúst 1930 á Brekastíg 12, d. 2. maí 2016 á Hraunbúðum.
Móðursystur Elínar í Eyjum voru:
1. Elínborg Pétursdóttir húsfreyja á Heiðarbrún, f. 30. september 1903, d. 26. janúar 1993, kona Ísleiks Jónssonar bifreiðarstjóra.
2. Sigríður Guðmunda Pétursdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1907, d. 10. maí 2000, kona Sigurðar Sveinssonar bifreiðastjóra og kaupmanns frá Sveinsstöðum.
Elín var með foreldrum sínum í æsku, á Heimagötu 30 1927, síðan í Vesturholtum, var enn hjá þeim 1945.
Þau Guðbjartur giftu sig 1947, bjuggu í Vesturholtum, eignuðust Lindu þar á því ári.
Þau fluttust snemma til Reykjavíkur, eignuðust þar þrjú börn. Þau bjuggu í Akurgerði 35 við andlát Elínar 1990. Guðbjartur fluttist að Árskógum 6 og lést 2007.
I. Maður Elínar, (20. desember 1947), var Guðbjartur Guðmundsson bifreiðastjóri, alþjóðlegur skákdómari, f. 22. september 1926, d. 18. september 2007.
Börn þeirra:
1. Linda Guðbjartsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 6. júní 1947 í Vesturholtum, Brekastíg 12. Maður hennar er Magnús Ársælsson steinsmiður.
2. Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1949 í Reykjavík, d. 1. ágúst 2021. Maður hennar er Erlendur Magnússon. Fyrri maður hennar var Stefán Jónsson.
3. Pétur Guðbjartsson löggiltur endurskoðandi, f. 22. nóvember 1957 í Reykjavík.
Fyrri kona hans var Svanfríður Hjaltadóttir. Kona hans er Birna Margrét Guðjónsdóttir.
4. Jónína Guðbjartsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. apríl 1962 í Reykjavík. Maður hennar er Kolbeinn Ágústsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.