Sigríður Pétursdóttir (Ásavegi 7)
Sigríður Guðmunda Pétursdóttir frá Blómsturvöllum á Eyrarbakka, húsfreyja fæddist 22. nóvember 1907 og lést 10. maí 2000.
Faðir hennar var Jóhann Pétur sjómaður á Blómsturvöllum á Eyrarbakka 1910, f. 7. maí 1872, d. 6. apríl 1920, Hannesson ókvænts bónda á Efra-Hvoli 1870, f. 2. janúar 1832, Jónssonar bónda þá í Álftagróf í Mýrdal, f. 2. nóvember 1787 á Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 30. júlí 1860 á Brekkum í Mýrdal, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Ragnhildar húsfreyju, f. 27. nóvember 1793, d. 3. júní 1859, Jónsdóttur.
Móðir Jóhanns Péturs og bústýra, síðar húsfreyja á Efra-Hvoli, var Jóhanna, f. 1832, Ormsdóttir bónda í Hamarshjáleigu í Gaulverjabæjarsókn 1845, f. 1792, Magnússonar, og konu Orms, Ingibjargar húsfreyju frá Vestri-Loftsstöðum í Gaulv., f. 1792, Pétursdóttur.
Kona Jóhanns Péturs og móðir Sigríðar húsfreyju Pétursdóttur var Elín, f. 16. júlí 1866, d. 3. ágúst 1960, jarðs. í Eyjum, Vigfúsdóttir bónda í Jaðarkoti í Villingaholtssókn 1870, f. 9. febrúar 1829, d. 11. janúar 1891, Þorvarðarsonar bónda í Jaðarkoti 1835, f. 21. september 1795, d. 18. september 1844, Oddssonar, og konu Þorvarðar, Margrétar húsfreyju, f. 1795, d. 18. janúar 1838, Vigfúsdóttur.
Móðir Elínar Vigfúsdóttur og kona Vigfúsar var Vilborg húsfreyju, f. 16. september 1827, d. 12. mars 1897, Jónsdóttir bónda í Súluholtshjáleigu, f. 1801, d. 24. febrúar 1887, Jónssonar, og konu Jóns í Súluholtshjáleigu, Kristínar húsfreyju, f. 1787, d. 11. mars 1868, Jónsdóttur.
Börn Elínar og Jóhanns Péturs, - í Eyjum:
1. Elínborg Pétursdóttir húsfreyja á Heiðarbrún við Vestmannabraut 59, f. 30. september 1903, d. 26. janúar 1993.
2. Jónína Pétursdóttir húsfreyja í Vesturholtum við Brekastíg 12, húsfreyja, f. 31. ágúst 1906, d. 20. mars 1994.
3. Sigríður Guðmunda Pétursdóttir húsfreyja á Ásavegi 7, f. 22. nóvember 1907, d. 10. maí 2000.
Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar drukknaði, er hún var 13 ára. Hún var með móður sinni og fluttist með henni til Eyja 1926.
Þau Sigurður giftu sig 1927, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Sveinsstöðum 1927 og 1928, við Hásteinsveg 42 1930, við Hásteinsveg 41 1934, voru komin á Ásavegi 7 1936 og bjuggu þar síðan.
Sigríður vann við verslun þeirra Sigurðar.
Sigurður lést 1964 og Sigríður 2000.
I. Maður Sigríðar, (26. nóvember 1927), var Sigurður Sveinsson frá Sveinsstöðum, bifreiðastjóri, útgerðarmaður, kaupmaður, f. 18. nóvember 1898, d. 28. júní 1964.
Börn þeirra:
1. Sveinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 31. maí 1928 á Sveinsstöðum. Kona hans Haflína Ásta Ólafsdóttir.
2. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. september 1938 á Ásavegi 7. Maður hennar Hreinn Gunnarsson, látinn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 20. maí 2000. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.