Linda Guðbjartsdóttir (Vesturholtum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Linda Guðbjartsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 6. júní 1947 í Vesturholtum við Brekastíg 12.
Foreldrar hennar Elín Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1927, d. 23. maí 1990, og Guðbjartur Guðmundsson bifreiðastjóri, skákdómari, f. 22. september 1926, d. 18. september 2007.

Börn Elínar og Guðbjarts:
1. Linda Guðbjartsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 6. júní 1947 í Vesturholtum, Brekastíg 12. Maður hennar er Magnús Ársælsson steinsmiður.
2. Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1949 í Reykjavík, d. 1. ágúst 2021. Maður hennar Erlendur Magnússon. Fyrri maður hennar Stefán Jónsson.
3. Pétur Guðbjartsson löggiltur endurskoðandi, f. 22. nóvember 1957 í Reykjavík. Fyrri kona hans var Svanfríður Hjaltadóttir. Kona hans er Birna Margrét Guðjónsdóttir.
4. Jónína Guðbjartsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. apríl 1962 í Reykjavík. Maður hennar er Kolbeinn Ágústsson.

Þau Magnús giftu sig, eignuðust tvö börn. Magnús lést 2018.
Linda býr í Garðabæ.

I. Maður Lindu var Magnús Ernst Ársælsson úr Rvk, steinsmíðameistari, rútubílstjóri, f. 28. febrúar 1942, d. 15. mars 2018. Foreldrar hans Ársæll Magnússon, f. 1. janúar 1907, d. 15. mars 2018, og Catharina Sibylla Magnússon Thelen, f. 30. október 1909, d. 20. október 1990.
Börn þeirra:
1. Ársælll Magnússon, f. 13. júlí 1966.
2. Björk Inga Magnúsdóttir, f. 22. febrúar 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.