Sigurður Sveinsson (Sveinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sveinsson frá Sveinsstöðum, bifreiðastjóri, útgerðarmaður, kaupmaður fæddist þar 18. nóvember 1898 og lést 28. júní 1964.
Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, trésmíðameistari, f. 19. apríl 1862, d. 13. maí 1947, og fyrsta kona hans Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1860 í Krýsuvík, Gull., d. 20. október 1949.

ctr
Börnin frá Sveinsstöðum.
Aftari röð: Sigurveig Sveinsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir.
Fremri röð: Sveinn Magnús Sveinsson, Ársæll Sveinsson, Sigurður Sveinsson.

Börn Guðrúnar og Sveins:
1. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. jan. 1887 í Reykjavík, d. 21. mars 1972.
2. Júlíana Sveinsdóttir listmálari, f. 31. júlí 1889, d. 17. apríl 1966.
3. Sveinn Magnús Sveinsson, kenndur við Völund í Reykjavík og var eigandi hans, f. 19. okt. 1891, d. 23. nóvember 1951.
4. Ársæll Sveinsson útgerðarmaður, kaupmaður, iðnrekandi og bæjarfulltrúi, f. 31. des. 1893, d. 14. apríl 1969.
5. Andvana sveinbarn 17. september 1897.
6. Sigurður Sveinsson bifreiðastjóri og kaupmaður f. 18. nóv. 1898, d. 28. júní 1964.

Sigurður var með foreldrum sínum skamma stund. Þau skildu, er hann var nýfæddur. Hann var með móður sinni 1901 og 1910, var verkamaður, bátaútgerðarmaður á Sveinsstöðum 1920, útgerðarmaður á Hásteinsvegi 42 1930, bjó á Hásteinsvegi 41 1934, bifreiðastjóri á Ásavegi 7 1940, síðar einnig kaupmaður þar, og þar bjó hann síðan.
Sigurður byggði húsin við Hásteinsveg 41 og 42 og við Ásaveg 7.
Þau Sigríður giftu sig 1927, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Sveinsstöðum 1927 og 1928, við Hásteinsveg 42 1930, við Hásteinsveg 41 1934, voru komin á Ásavegi 7 1936 og bjuggu þar síðan.
Sigurður lést 1964 og Sigríður 2000.

I. Kona Sigurðar, (26. nóvember 1927), var Sigríður Guðmunda Pétursdóttir frá Blómsturvöllum á Eyrarbakka, húsfreyja, f. 22. nóvember 1907, d. 10. maí 2000.
Börn þeirra:
1. Sveinn Sigurðsson, f. 31. maí 1928 á Sveinsstöðum. Kona hans Ásta Ólafsdóttir.
2. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. september 1938 á Ásavegi 7. Maður hennar Hreinn Gunnarsson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.