Guðgeir Jónsson (vallarstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðgeir Jónsson, vallarstjóri fæddist 4. október 1981.
Foreldrar hans Jón Grétar Guðgeirsson frá Neskaupstað, f. 7. ágúst 1957, d. 15. júní 2009, og Bryndís Helgadóttir, húsfreyja, verkakona, umboðsmaður, starfsmaður leikskóla, f. 17. desember 1959, d. 29. ágúst 2010.

Guðgeir er lærður golfvallarfræðingur og er vallarstjóri í Eyjum.
Þau Esther giftu sig 2014, eignuðust tvö börn, búa við Hólagötu 32.

I. Kona Guðgeirs, (14. ágúst 2014), er Esther Bergsdóttir, húsfreyja, kennari, leikskólakennari, f. 31. júlí 1985.
Börn þeirra:
1. Katla Margrét Guðgeirsdóttir, f. 4. febrúar 2009.
2. Þórhildur Helga Guðgeirsdóttir, f. 27. september 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.