Helgi Guðnason (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Þórarinn Guðnason frá Norðurgarði, járnsmíða- og vélvirkjameistari fæddist 4. nóvember 1937 í Norðurgarði.
Foreldrar hans voru Guðni Finnbogason frá Norðurgarði, formaður, vélstjóri, f. 10. október 1909, d. 2. júlí 1962, og kona hans Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 24. mars 1913, d. 22. júlí 2011.

Börn Ágústu og Guðna eru:
1. Ólafur Rósenkranz Guðnason vélvirki, f. 14. ágúst 1933 í Eystri Norðurgarði.
2. Helgi Þórarinn Guðnason járnsmíðameistari, vélvirki, f. 4. nóvember 1937 í Eystri Norðurgarði.
3. Ása Finnboga María Guðnadóttir húsfreyja, f. 2. maí 1945 í Eystri Norðurgarði.

Helgi lærði járnsmíði í Magna, varð sveinn 1962, meistari 1970, fékk réttindi í vélvirkjun 1981.
Hann vann í Magna, hjá Vélaverkstæðinu Þór og Vinnslustöðinni og Samfrost í nokkur ár.
Þau Guðlaug Kristrún giftu sig 1959, bjuggu í fyrstu á Stóru-Heiði, (Sólhlíð 19) og eignuðust Bryndísi á því ári.
Þau bjuggu síðan á Kirkjuhól, (Bessastíg 4) og síðar á Illugagötu 9. Þau byggðu hús sitt við Strembugötu 21 og fluttu inn 1963.
Við Eldana 1973 fluttust þau í Voga á Vatnsleysuströnd, en fluttust heim á sama ári og bjuggu í Eyjum til ársins 1986, er þau fluttu Suður, búa í Kópavogi.
Helgi hefur starfað hjá Fálkanum, í Dósagerðinni og að síðustu hjá Ora.

Kona Helga, (31. desember 1959), er Guðlaug Kristrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1939 á Vesturhúsum.
Börn þeirra:
1. Bryndís Helgadóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 17. desember 1959, d. 20. ágúst 2010.
2. Guðný Helgadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 2. mars 1963.
3. Linda Björk Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. júní 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.