Blik 1959/Réttin á Eiðinu

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1959Réttin á Eiðinu
Frá ómunatíð höfðu Eyjabændur átt rétt sína á Eiðinu vestanverðu. Hún var hlaðin upp úr fjörugrjóti og útveggir tvíhlaðnir en milliveggir einhlaðnir.
Um 1930 stóðu enn leifar af réttinni, þó að veggir væru þá flestir hrundir, fallnir fyrir afli veðra og sjávargangs.
Fyrir tveim árum fékk stjórn Vestmannaeyingafél. Heimklettur Kristin Ástgeirsson frá Litlabæ til þess að móta réttina, gera af henni líkan úr smáum steinvölum, fjörumöl. Þetta gerði Kristinn eftir eigin minni og að yfirsýn nokkurra aldraðra Eyjabúa. Síðan gaf stjórn Heimakletts Byggðarsafni Vestmannaeyja réttarlíkan þetta. Þar er það geymt síðari kynslóðum til fræðslu og augnayndis.
Hér birtir síðan Blik greinargerð um notkun réttardilkanna. Eyjólfur Gíslason á Bessastöðum hefur tekið saman þessa greinargerð eftir eigin minni og með yfirsýn glöggra, aldraðra Eyjabúa, svo að öruggt sé, að rétt sé greint. Réttin var nefnd Almenningurinn á Eiðinu.
Dilka-sameign og -notkun mun hafa verið dálítið breytileg, og réði þar nokkru um vinátta fólks og tengdir.

Þ.Þ.V.DILKAR:
1. Ofanleiti, 4 jarðir.
2. Norðurgarður, 2 jarðir og Vestra-Þórlaugargerði, 1 jörð.
3. Presthús, 2 jarðir (Hóll, Hlíðarhús) og 2 Vilborgarstaðajarðir (Heiði og Vatnsdalur), 1 Kirkjubæjarjörð (Frydendalur).
4. Ólafshús og Nýibær, 2 jarðir.
5. Suðurgarður (Svaðkot), Steinsstaðir, Draumbær, 3 jarðir.
6. Vilborgarstaðir, 2 jarðir, Brekkhús, 1 jörð, Fögruvellir, tómthús (Siggi Fúsason), Sveinsstaðir (tómthús, Guðrún Runólfsdóttir).
7. Eystri-Vesturhús, 1 jörð, Tún, 1 jörð, Vilborgarstaðir, 1 jörð og 2 tómthús, Skel (Þorgerður Gísladóttir), Eyjólfshús, (Kró) (Eyjólfur og Kristín).
8. Búastaðir, 2 jarðir, Gvendarhús, 1 jörð, Grund, tómthús (Árni Árnason). Seinna Hlíð (Jón Jónsson).
9. Gjábakki, 2 jarðir, Miðhús, 1 jörð og Kornhóll (Garður) 1 jörð.
10. Dalir, 2 jarðir, Oddsstaðir, 2 jarðir.
11. Stóragerði, 1 jörð (2 búendur), Eystra-Þórlaugargerði, 1 jörð.
12. Kirkjubæir, 5 jarðir.
13. Vestri-Vesturhús, 1 jörð, Eystri-Lönd, tómthús.
14. Stakkagerði, 2 jarðir og Landakot, tómthús með ræktuðu túni (Nýjatún).
Einn dilkur var aflagður stuttu eftir síðustu aldamót. Hann stóð austastur norðanmegin og mun hafa fylgt Vilborgarstaðajörðum. Notaður síðast af Gísla Engilbertssyni á Tanganum o.fl.