Blik 1954/Gamlar myndir frá Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1954



Gamlar myndir
frá Vestmannaeyjum


Á s.1. sumri sendi Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti í Ísafirði byggðarsafninu hér þessar gömlu myndir, 7 að tölu, sem hér birtast í Bliki. Þær eru úr eigu Nicolaj Tomsens kaupmanns frá því um 1880.
Byggðarsafnsnefnd kaupstaðarins færir þessum góða Vestmannaeying sínar beztu þakkir og bæjarfélagsins fyrir þessa merku gjöf og þann vinarhug, sem gjöfin sannar, að hann ber í brjósti til byggðarsafnsins og Eyjanna.

Þorst. Þ. Víglundsson.





Frá vinstri:
Fögruvellir, Sjólyst, tveir hjallar (sá nyrðri stóð alllengi eftir að Tangabúðin var byggð (1910) við suðurhlið hennar, og var þá í eigu Jóns í Mandal), Nýborg, Frydendal, Tangahúsin; efst er íbúðarhús og sölubúð, Nýja húsið, salthúsið og bræðslan.









Stakagerðismyllan, Stakkagerði, Borg, Landakirkja og Gata, sem var á svipuðum slóðum og Kirkjuvegur 12.





Landlyst, Sjólyst, Fögruvellir, Nýborg og yfir hana ber Godthaabverzlunarhús, og austan við þau er eitt verzlunarhús í Garðinum, Vertshúsið (Frydendal). Síðan taka við tómthús, sem varla verða greind, en á þeim slóðum voru: Ömpuhjallur, Grímshjallur, Helgahjallur, Pétursborg, Jómsborg, Nöjsomhed, Vananger, Elínarhús, París o.fl. Lengst til hægri sjást Uppsalir.
Grjótgarðurinn fremst er um vestanvert Nýjatún.







Höfnin. Myndin er tekin úr Læknum. Stokkhella, Básasker. Brúnkolla næst á myndinni.








Tekin frá Krossgötum. París og Grímshjallur. Bak við eru Ömpuhjallur og Helgahjallur, Miðbúðin, Godthaab, Pétursborg, Jómsborg, Nöjsomhed, þak á Kornhúsinu í Garðinum og Elínarhús.








Tanginn, Hjallur, Sölubúð og íbúðarhús á Tanganum, Salthúsið, Nýja húsið og Bræðsluhúsið. Myndin er tekin frá Stokkhellu.









Boston (Dalbær) og yfir ber Vesturhús og Stóragerði.