Anna Hulda Jóhannesdóttir Long

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Hulda Long.

Anna Hulda Jóhannesdóttir Long fæddist 2. október 1923 í Birtingarholti og lést 9. ágúst 2016 á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir húsfreyja, f. 13. september 1898, d. 17. október 1969 og maður hennar Jóhannes H. Long kaupmaður, verkstjóri, f. 19. ágúst 1894, d. 7. mars 1948.

Börn Jóhannesar og Bergþóru:
1. Árni Theodór verslunarmaður, f. 13. apríl 1920, d. 4. okt 1979.
2. Anna Hulda, f. 2. október 1923, d. 9. ágúst 2016.
3. Ólafur, f. 16. febrúar 1926, d. 23. október 1996.
4. Jóhanna Dóra, f. 19. júní 1928, d. 12. janúar 2021.
5. Lárus Garðar málari og verkstjóri, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, í Birtingarholti, Frydendal, Staðarfelli, Litlu-Heiði.
Hún eignaðist barn með Salvatore á Skólavegi 1 1948.
Anna flutti til Reykjavíkur og vann við matargerð, m.a. á Hressingarskálanum og í Búnaðarbankanum við Hlemm.
Hún bjó við Langholtsveg og í Gnoðarvogi.
Anna lést 2016.

I. Barnsfaðir Önnu Huldu var Salvatore Criscione, f. 16. apríl 1921 í Bandaríkjunum.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Long húsfreyja, f. 19. apríl 1948 á Skólavegi 1. Maður hennar Jónas H. Óskarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.