Ólafur Jóhannesson Long

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Jóhannesson Long fisksali fæddist 16. febrúar 1926 í Eyjum og lést 23. október 1996.
Foreldrar hans voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir húsfreyja, f. 13. september 1898, d. 17. október 1969 og Jóhannes H. Long verslunarmaður, verkstjóri, f. 19. ágúst 1894, d. 7. mars 1948.

Börn Bergþóru og Jóhannesar:
1. Árni Theodór verslunarmaður, f. 13. apríl 1920, d. 4. okt 1979.
2. Anna Hulda, f. 2. október 1923, d. 9. ágúst 2016.
3. Ólafur, f. 16. febrúar 1926, d. 23. október 1996.
4. Jóhanna Dóra, f. 19. júní 1928, d. 12. janúar 2021.
5. Lárus Garðar málari og verkstjóri, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999.

Ólafur vann við fiskaaðgerð í Fiskhöllinni, varð síðar fisksali.
Þau Kristbjörg giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Vesturgötu 18, en síðan á Grensásvegi 58.

I. Kona Ólafs, (31. desember 1948), var Karólína Kristbjörg Ingimundardóttir húsfreyja, starfsmaður í mötuneyti, f. 27. febrúar 1925, d. 9. júní 2016. Foreldrar hennar voru Ingimundur Brandsson bóndi í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, f. 9. ágúst 1889, d. 16. júlí 1973, og kona hans Ingiríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1889, d. 25. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Bergþór Long fisksali, f. 26. október 1949, d. 5. október 2010. Kona hans Jóna Friðfinnsdóttir.
2. Inga Ólafsdóttir Long húsfreyja, f. 20. apríl 1951. Maður hennar Ólafur Eiríksson.
Börn Kristbjargar:
3. Ingimundur G. Vilhjálmsson, f. 7. ágúst 1944.
4. Rútur Kristinn Rútsson, f. 21. maí 1947, d. 27. desember 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.