Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir.

Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir matráðskona fæddist 19. júní 1928 við Njarðarstíg í Eyjum og lést 12. janúar 2021 á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir húsfreyja, f. 13. september 1898, d. 17. október 1969 og maður hennar Jóhannes H. Long kaupmaður, verkstjóri, f. 19. ágúst 1894, d. 7. mars 1948. Fósturforeldrar Jóhönnu vor Karl Gísli Sigurjón Jóhannesson Long föðurbróðir hennar, f. 8. desember 1885 á Fjarðaröldu í Seyðisfirði, d. 6. júní 1956 og Jóhanna Jónína Jensdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1884, d. 9. maí 1955.

Börn Jóhannesar og Bergþóru:
1. Árni Theodór verslunarmaður, f. 13. apríl 1920, d. 4. okt 1979.
2. Anna Hulda, f. 2. október 1923, d. 9. ágúst 2016.
3. Ólafur, f. 16. febrúar 1926, d. 23. október 1996.
4. Jóhanna Dóra, f. 19. júní 1928, d. 12. janúar 2021.
5. Lárus Garðar málari og verkstjóri, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999.
Börn fósturforeldra Jóhönnu:
1. Jóhann Svavar Karlsson, f. 29. febrúar 1912, d. 2. desember 1972.
2. Valborg Karlsdóttir, f. 24. september 1915, d. 9. október 1957.
3. Ingibjörg Karlsdóttir, f. 4. janúar 1919, d. 15. ágúst 1972.

Jóhanna var matráðskona í Hagaborg, í Hressingarskálanum og á Hótel Valhöll á Þingvöllum.
Hún bjó í Suðurhólum í Reykjavík. Hún eignaðist barn með Ólafi 1960.

I. Fyrrum sambúðarmaður Jóhönnu Dóru var Ólafur Pétur Sigurlinnason húsasmiður, f. 12. maí 1929, d. 5. febrúar 2001.
Barn þeirra er
1. Jóhann Valbjörn Long Ólafsson, f. 20. desember 1960. Fyrrum kona hans Valka Jónsdóttir, f. 6. mars 1966. Hann býr í Færeyjum. Kona hans Inese Graudina Olafsone.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Morgunblaðið 27. janúar 2021. Minning Jóhönnu Dóru, og 11. febrúar 2001. Minning Ólafs Sigurlinnasonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.