Guðrún Þórarinsdóttir (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Þórarinsdóttir frá Mjölni við Skólaveg 18, húsfreyja fæddist 14. nóvember 1940 í Ráðagerði við Skólaveg 19 og lést 12. maí 2024.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Jónsson frá Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 2. maí 1905, d. 8. ágúst 1959, og kona hans Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1910 u. Eyjafjöllum, d. 23. október 2005.

Börn Sigrúnar og Þórarins:
1. Ingólfur Þórarinsson verkamaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, f. 24. október 1935 á Vestmannabraut 74.
2. Einar Þórarinsson veitustjóri á Ólafsfirði, f. 20. desember 1937 á Vestmannabraut 74.
3. Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1940 í Ráðagerði.
4. Drengur, f. 25. desember 1938 á Kirkjuvegi 39 B, d. 19. janúar 1939.
5. Drengur, f. 4. mars 1942 í Ráðagerði, d. 17. mars 1942.
6. Ágúst Yngvi Þórarinsson vélstjóri, f. 1. desember 1943 í Ráðagerði.
7. Andrés Þórarinsson stýrimaður, f. 14. september 1945 á Grímsstöðum, d. 12. nóvember 1993.

Guðrún var með foreldrum sínum.
Hún lauk skyldunámi 1955.
Þau Gisli giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu fyrstu árin í Mjölni við Skólaveg 18 og í Ásnesi við Skólaveg 7 í Eyjum, en fluttu í Kópavog 1967.
Gísli lést 2014.

I. Maður Guðrúnar, (17. nóvember 1962), var Gísli Bergsveinn Ólafur Lárusson frá Þórunúpi í Hvolhreppi, Rang., bifreiðastjóri, verkstjóri f. 1. júní 1940, d. 2. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Gíslason rafvirki, f. 31. júlí 1962 í Eyjum, d. 12. desember 2023. Fyrrum kona hans Bryndís Brynjarsdóttir. Fyrrum kona hans Kristín Valgeirsdóttir. Kona hans Karen Dagmar Guðmundsdóttir.
2. Jóna Bryndís Gísladóttir, f. 24. október 1967. Maður hennar Vilhjálmur Sveinn Björnsson.
3. Sigrún Gísladóttir, f. 31. júlí 1969. Maður hennar Bjarni Þór Hjaltason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.