Sigrún Ágústsdóttir (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Sigrún Ágústsdóttir.

Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja í Mjölni og víðar í Eyjum fæddist 14. nóvember 1910 að Núpi u. Eyjafjöllum og lést 23. október 2005 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Jón Ágúst Guðmundsson, síðar útgerðarmaður í Ásnesi, f. 1. ágúst 1878 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 18. mars 1967, og Guðrún Jónsdóttir, f. 8. maí 1879, d. 29. janúar 1966.
Fósturforeldrar Sigrúnar voru Ólafur Ketilsson bóndi á Núpi, f. 24. september 1859, d. 24. maí 1943, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1865, d. 27. október 1936.

Sigrún var í fóstri á Núpi 1910 hjá Ingibjörgu Ólafsdóttur húsfreyju og Ólafi Ketilssyni bónda, vinnukona þar 1930, og með heimili þar, þegar þau Þórarinn giftu sig 1934. Þau eignuðust 7 börn, en misstu tvö þeirra nýfædd.
Þau bjuggu í Engidal 1934, á Vestmannabraut 74 1935, á Kirkjuvegi 39 B 1939, í Ráðagerði 1940, á Grímsstöðum 1945, í Mjölni 1949 og síðan meðan báðum entist líf.
Þórarinn lést 1959.
Sigrún bjó í Mjölni til Goss 1973, vann við fiskiðnað. Hún fluttist til Eyja eftir Gos, bjó þar í tvö ár, en fluttist þá til Reykjavíkur, bjó lengst á Kleppsvegi 32 og í þjónustuíbúð á Lindargötu 61 eða allt þar til hún fluttist á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún lést þar 2005.

I. Maður Sigrúnar, (8. desember 1934), var Þórarinn Jónsson sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 5. maí 1905 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 8. ágúst 1959.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Þórarinsson verkamaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, f. 24. október 1935 á Vestmannabraut 74.
2. Einar Þórarinsson veitustjóri á Ólafsfirði, f. 20. desember 1937 á Vestmannabraut 74.
3. Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1940 í Ráðagerði.
4. Drengur, f. 25. desember 1938 á Kirkjuvegi 39 B, d. 19. janúar 1939.
5. Drengur, f. 4. mars 1942 í Ráðagerði, d. 17. mars 1942.
6. Ágúst Yngvi Þórarinsson vélstjóri, f. 1. desember 1943 í Ráðagerði.
7. Andrés Þórarinsson stýrimaður, f. 14. september 1945 á Grímsstöðum, d. 12. nóvember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.